fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Hljótum eilíft líf í stærsta kirkjugarði jarðarinnar: „Arfleifð þín mun að eilífu lifa þó að þú afrekir ekki neitt. Til hamingju“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. maí 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deyr fé,deyja frændur,deyr sjálfur ið sama. En orðstírdeyr aldregihveim er sér góðan getur. Svo segir í Hávamáli og var líklega rétt á öldum áður, en í dag á þessari gervihnattaröld er raunveruleikinn ólíkur því sem ort var um í Hávamáli. Í dag geta menn eignast nánast eilíft líf með aðstoð samfélagsmiðla. Um þetta skrifar Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli almannatengsla, í bakþönkum sínum í Fréttablaðinu.

„Maðurinn er eina lífveran á jörðinni sem veit að hún mun deyja. Þessi vitneskja skapar manninum stöðugan ótta og kvíða um að við dauðann hverfi hann að eilífu í tómið.“

Flestir vilja lifa í minni annarra, eftir að leggjast til hinstu hvílu, og telur Kolbeinn það vera ástæðu þess að margir kjósa að eignast börn.

„Því hefur verið haldið fram að þessi óbærilega vitneskja um óumflýjanlegan dauða hafi rekið mannkynið áfram til helstu stórverka þess í von um áframhaldandi líf í hugum eftirlifenda.  Sannleikurinn er þó sá að fæst okkar afreka eitthvað nógu merkilegt til að komast í sögubækurnar.“

En það var þá, í dag er tíðin önnur. „Við munum öll lifa að eilífu eftir okkar daga og aldrei gleymast.“

Maðurinn mun lifa áfram á samfélagsmiðlum. Því er líklega rétt að huga að því hvað maður lætur frá sér á slíka miðla, því ummæli okkar, myndir, deilingar og annað munu lifa okkur, nema sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar til að fyrirbyggja það.

„Áætlað er að árið 2100 verði Facebook með fleiri dauða notendur en lifandi og gerir þetta Facebook að stærsta kirkjugarði í heimi. Það er nefnilega svo að við andlát þitt verður Facebook-síða þín sýnileg til eilífðarnóns nema þú hafir gengið þannig frá málum að henni verði eytt. Að því sögðu þá máttu vita að þegar afkomendur þínir eða aðrir vilja fræðast um þig á næstu öld þá munu þeir skoða samfélasmiðla þína. Færsla þín um „nauðsynlegar limlestingar bankamanna“ haustið 2008 mun vafalítið valda hneysklan og undrun afkomendanna sem aldrei hafa lesið svona munnsöfnuð áður.“

Það léttir kannski pressuna af nútímamanninum að þurfa að afreka eitthvað, því Facebook fer ekki í manngreiningarálit. Þar munu bæði Jón og sér Jóna lifa áfram svo til jafnir.

„Arfleifð þín mun að eilífu lifa þó að þú afrekir ekki neitt. Til  hamingju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“