Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, virðist hafa verið eitthvað utan við sig á Alþingi fyrr í dag. Hann kom upp í pontu og áttu að svara fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar Pírata en mundi þá ómögulega um hvað var spurt. Fréttablaðið greinir frá þessu.
Bjarni viðurkenndi að hann hafi einfaldlega ekki verið að fylgjast með og bað því Björn um að endurtaka spurninguna. „Ég hafði tekið því þannig að fyrirspurninni væri bent á annan ráðherra. Ég var bara ekki að fylgjast nægilega vel með,“ sagði Bjarni.
Lolhttps://t.co/QVPtqXFOOX pic.twitter.com/n35rUminRQ
— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) May 2, 2019