fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Björn Leví krefst þess að Ágúst Ólafur segi af sér varaformennsku í fjárlaganefnd – Verða þögul mótmæli?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. maí 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist alveg eins eiga von á því að hann taki þátt í þögulli mótmælastöðu ef og þegar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, stígur í ræðustól Alþingis í dag. Ágúst Ólafur snýr nú aftur til starfa úr leyfi en hann fór í áfengismeðferð eftir að hafa tekið sér leyfi frá störfum í desember í fyrra eftir að blaðakona á Kjarnanum hafði sakað hann um óviðeigandi hegðun. Ágúst Ólafur tók fulla ábyrgð á atvikinu og baðst einlæglega afsökunar.

Ágúst Ólafur tilkynnti fyrir skömmu um endurkomu sína á Alþingi með færslu á Facebook-síðu sinni. Mikil auðmýkt einkenndi þau skrif en Ágúst Ólafur sagði meðal annars:

„Ég tek því ekki sem sjálfgefnu að taka aftur sæti á þingi á ný og mun leggja mig allan fram að ávinna mér traust á nýjan leik. Ég brenn enn fyrir því að starfa í þágu samfélagsins og koma góðum málum til leiðar sem stjórnmálamaður. Í raun er ég að biðja um annað tækifæri.“

Sögðu endurkomu Bergþórs vera ofbeldi og mótmæltu

Mikla athygli vakti stutt uppákoma sem Björn Leví og Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir stóðu fyrir í vetur þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og ein af aðalpersónunum í Klaustursmálinu, sneri aftur til þingstarfa eftir leyfi. Stóðu þau hvort sínum megin við Bergþór í ræðustól og báru á höfði sér húfur með áletruninni „Fokk ofbeldi“. Í samtali við DV segist Björn alveg eins eiga von á mótmælaaðgerðum gegn Ágústi Ólafi í dag. Tvennt þurfi Ágúst Ólafur að gera til að forðast mótmæli, annað er að ítreka afsökunabeiðnir sínar úr ræðustól Alþingis en hitt er að segja af sér varaformennsku í fjárlaganefnd. Björn Leví segir:

„Hann segist vilja annað tækifæri til þess að vinna sér inn traust. Það er ekki gert með því að stíga beint inn í trúnaðarstöðu. Ég heyrði að það gerist líklega, en hann hefur samt þegið varaformannsálag í veikindaleyfi.“

UPPFÆRT: Staðfest er að Einar Ágúst Ólafsson mun segja af sér varaformennsku í fjárlaganefnd

Sjá einnig:

Ágúst Ólafur í leyfi af þingi eftir alvarlegt atvik í sumar

Sjáðu myndbandið þegar Píratar hæddust að Bergþóri

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann