fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

„Uhra Polona“ segist eiga íbúðir á Hringbraut og í Hamrahverfi – Er í raun svikahrappur sem hefur haft hundruð þúsunda af fólki

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. maí 2019 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var svikin því ég sýndi samúð með aðstöðu eiganda íbúðarinnar og var svo ákveðin að finna góða íbúð til að leigja á viðráðanlegu verði.“

Þetta segir kona í samtali við Morgunblaðið í dag en þar er greint frá grunsamlegum svikahrappi sem herjar á einstaklinga sem hyggjast leigja íbúð hér á landi í gegn Airbnb. Umrædd kona og maður hennar, vesturíslensk hjón, hugðust leigja íbúð hér á landi og fundu eina álitlega á fasteignavef mbl.is. Eigandinn, sem sagðist heita Urha Polona, sagði að íbúðin væri á Hringbraut 65.

Hjónin féllu í þá gildru að nota vefsíðu sem líktist Airbnb en var í raun fölsuð. Konan sem sagðist eiga íbúðina tjáði hjónunum að hún væri fráskilin og byggi í Berlín. Hún vildi fá tryggingu inn á reikning þar sem hjónin voru búsett erlendis. Þegar tryggingin væri komin gæti konan flogið til Íslands og látið þau fá íbúðina.

Í samtali við Morgunblaðið segir konan að þeim hjónum hafi þótt þetta grunsamlegt en þegar konan sagði þeim að Airbnb gæti haft milligöngu um viðskiptin ákváðu þau að slá til. Fóru þau þá á umrædda síðu sem reyndist vera fölsuð.

Konan segir við blaðið að fjölskyldumeðlimir hafi skoðað Airbnb-síðuna og enginn hafi tekið eftir einhverju grunsamlegu. Konan, Urha Polona, tjáði hjónunum svo að hún hefði ákveðið að leigja íbúðina öðrum fjölskyldumeðlimi á sama tíma en benti þá að þau gætu leitað til Airbnb eftir endurgreiðslu. Það var þá sem kom endanlega í ljós að brögð voru í tafli.

Að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins er þetta ekki eina tilfellið af þessu tagi sem upp hefur komið að undanförnu. Svo virðist vera sem þessi tiltekni notandi hafi leikið sama leik áður. Þannig var reynt að svíkja fé út úr 29 ára íslenskum karlmanni og sagði Uhra þá að íbúðin væri í Hamrahverfinu í Grafarvogi. Óskaði hún eftir 180 þúsund krónum í tryggingu.

Þá greinir pólsk kona frá því að hún hafi verið í samskiptum við notanda undir nafninu Urha Polona og tapað 400 þúsund krónum við svipaðar kringumstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann