fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Ráðist á lögreglumann í miðborginni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. maí 2019 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talverður erill var hjá lögreglu í miðborg Reykjavíkur í nótt. Nokkuð var um ölvun enda margir landsmenn í fríi í dag, 1. maí.

Einn var handtekinn í miðborginni eftir að hafa ráðist á lögreglumann. Hann var vistaður í fangaklefa í kjölfarið. Engar frekari upplýsingar um málið er að finna í skeyti lögreglu.

Þá var tilkynnt um umferðarslys í umdæmi lögreglustöðvar 2, en hún sinnir Garðabæ og Hafnarfirði. Minniháttar slys urðu á fólki en annar ökumaðurinn stakk af frá vettvangi og er hans leitað. Frekari upplýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lögreglu.

Þá var tilkynnt um eld í bifreið um tvöleytið í nótt. Engin frekari hætta stafaði af eldinum, að sögn lögreglu.

Alls voru fjórir ökumenn stöðvaðir og eru þeir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann