fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Vegagerðin hafnar að samningi um nýjan Herjólf hafi verið rift: „Ekki hægt að tjá sig um gang mála“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 13:11

Mynd af vef Vegagerðarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegagerðin neitar að samningum um nýjan Herjólf hafi verið rift, líkt og greint var frá fyrr í dag. Rétt sé að Vegagerðin hafi innkallað bankaábyrgðir sem annars hefðu runnið út í dag.

Viðræður við Crist S.A skipasmíðastöðina eru enn í gangi og vill Vegagerðin ekki tjá sig um gang mála að svo búnu. Innköllun ábyrgðar hafi verið nauðsynleg til að Vegagerðin gæti tryggt stöðu sína í samningunum. Þetta kemur fram á Eyjafréttum.

„Vegagerðin hefur hins vegar innkallað bankaábyrgðir sem annars myndu renna út í dag og höfðu ekki verið framlengdar. Í dag kemur í ljós hvort skipasmíðastöðin framlengir ábyrgðirnar en viðræður við þá eru í gangi og ekki hægt að tjá sig um gang mála í þeim. Vegagerðin átti engan annan kost en innköllun ábyrgða til að tryggja stöðu sína“, sagði G. Pétur í samtali við Eyjafréttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann