fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Krónan fékk Kuðunginn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 16:42

Mynd/Birgir Ísleifur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krónan hlaut í dag umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sem veitt er árlega.  Viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Framkvæmdastýra Krónunnar, Gréta María Grétarsdóttir, segir fyrirtækið gífurlega stolt af árangrinum og þessari viðurkenningu.

„Við erum feikilega stolt af þessari frábæru viðurkenningu sem fyrir okkur er staðfesting þess að við stefnum í rétta átt hjá Krónunni er kemur að umhverfismálum. Þetta á sér langan aðdraganda, við höfum á undanförnum árum markað okkur skýra stefnu í umhverfismálum því við trúum því að við getum lagt okkar af mörkum. Við höfum átt í öflugu samtali við okkar frábæra starfsfólk, birgjana okkar og viðskiptavini um umhverfismál og leitum allra leiða til að draga úr umhverfisáhrifum okkar hjá Krónunni.“

Krónan hefur ráðist í breytingar undanfarið með það fyrir markmiði að draga úr umhverfisáhrifum og axla samfélagslega ábyrgð.  Dæmi um aðgerðir sem Krónan hefur ráðist er átakið „Síðasti séns“  þar sem matvörur eru seldar á miklum afslætti. Einnig er farið að bjóða upp á pappapoka og nú er verið að koma upp sérstöku afpökkunarborði í verslunum þar sem viðskiptavinum er gefinn kostur á að skilja eftir umbúðir sem verslunin síðan endurvinnur.

Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að frá 2015 hafi Krónan markvisst unnið að samfélagslegri ábyrgð og umhverfismálum í rekstrinum. Sérstaklega er minnst á aðgerðir Krónunnar á sviði matarsóunnar og segir í rökstuðning: Að draga úr matarsóun er mjög stórt verkefni. Það að stíga fram og segjast ætla að taka á matarsóun er ákveðið ferli, og hefur Krónan náð eftirtektaverðum árangri á því sviði“

 Við viljum því þakka viðskiptavinum okkar, frábæra starfsfólkinu okkar og samstarfsaðilum okkar fyrir að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Þessi árangur hefði ekki náðst án öflugs samtals okkar allra, með því að sameinast um umhverfismál verður hægt að ná áþreifanlegum markmiðum til góðs. Við erum hvergi nærri hætt heldur höldum ótrauð áfram að skoða hvernig við hjá Krónunni getum gert betur á sviði umhverfismála. Þessi viðurkenning verður okkur ákaflega gott veganesti í þeirri vegferðþ.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann