fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Kona Gísla Þórs syrgir: „Ég og börnin mín erum búin að missa hann úr lífi okkar að eilífu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að margir eiga um sárt að binda vegna fráfalls Gísla Þórs Þórarinssonar sem lét lífið um helgina. Á samfélagsmiðlum hafa margir minnst Gísla með fallegum minningarorðum, fá eru þó fallegri en þau sem kona hans deilir.

„Gísli Þór var fallegastur af öllum að innan sem að utan. Ég elskaði hann af öllu mínu hjarta. Ég og börnin mín erum búin að missa hann úr lífi okkar að eilífu. Hjartað mitt er í molum.“

Hún segir að Gísli hafi verið dásamlegur fósturfaðir barna hennar og ætluðu þau að kaupa sér hús með stórum garði þar sem börnin gætu leikið sér.

„Honum fannst alltaf mikilvægast að mér og börnunum líði vel og passaði svo vel upp á okkur. Hann var besti maður sem ég hef kynnst og við gátum ekki beðið eftir að eyða restinni af ævinni saman. Lífið getur verið svo óréttlátt.“

Í annarri færslu bendir hún á að það muni kosta mikla peninga að fá Gísla fluttan til Íslands þar sem hann verður borinn til hinstu hvíldar:

„Gísli Þór, hjartað mitt, svo blíður og góður, heimsins besti kærasti og stjúpfaðir. Heimurinn minn. Gísli Þór var óvænt rifinn frá okkur á laugardaginn. Það mun kosta mikinn pening að færa hann til hinstu hvílu, á Ísafirði, Íslandi.“

Aðstandendur Gísla hafa hrundið af stað söfnun til að koma Gísla heim. Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á reikning  0542-14-000566 kt. 031271-5929.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann