fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Tinna vaknaði við vondan draum: „Að þetta litla tæki sem nánast allir notast við í dag geti valdið slíkum óskunda“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 29. apríl 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinna Arnardóttir vaknaði við vondan draum á fimmtudagsmorgun við hróp frá dóttur sinni. Inni í herbergi hennar var eldur frá gólfi við hurðina sem náði um 30 sentímetra upp vegginn. Sökudólgurinn reyndist vera ferðahleðslutæki sem var í úlpuvasa dótturinnar. Tinna vakti athygli á atvikinu á Facebook.

„Í gærmorgun hrökk ég upp kl 5:30 við hróp dóttur minnar um að eldur væri komin upp í herbergi hennar. Ég hljóp inn til hennar og þá var eldur sem lá frá gólfi við hurðina og ca 30 cm upp vegginn, á innan við eina mínútu var eldurinn búin að teygja sig upp alla hurðina og mátti litlu muna að hann færi í föt sem eru á hengi á veggnum ásamt panilloftklæðningu.“

Herbergið var yfirfullt af reyk en sem betur fer slapp dóttir hennar með aðeins væga reykeitrun. Ljóst er að hefði dóttirin vaknað nokkrum mínútum síðar, hefði getað farið mun verr.

„Ef hún hefði vaknað 3-5 mínútum seinna þá hefði eldurinn verið búinn að breiða úr sér og langar mig ekki að vita né hugsa til þess hvernig það hefði farið.“

Á heimili Tinnu eru reykskynjarar, en þar sem hurðin að svefnherbergi dóttur hennar var lokuð fóru þeir ekki í gang fyrr en hún opnaði hurðina.

„ Út frá hverju kviknaði í ? ótrúlegt en satt þá var það lithiumbatterí í ferðahleðslupung sem átti upptökin. Var hann í sambandi? Nei hann var í vasanum á úlpunni hennar. Ég hefði seint trúað því að þetta litla tæki sem nánast allir notast við í dag geti valdið slíkum óskunda.“

Með færslu sinni vill Tinna brýna fyrir öðrum að vera á varðbergi hvar tæki á borð við ferðahleðslubanka eru staðsett á heimilinu og hvetur hún foreldra til að fara vel yfir með börnum sínum hvað skuli gera þegar eldur kemur upp á heimilinu.

„Endilega farið yfir hvar þessi tæki eru staðsett á heimilinu og farið yfir með sjálfum ykkur og börnum um hvernig á að bregðast við þegar eldur kemur upp, hvar útgönguleiðir eru ásamt því hvar eldvarnarteppi og slökkvitæki eru staðsett í húsinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann