fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Þorvaldur kennir lélegri ensku um aðdraganda handalögmáls: „Þetta kom öfugt út úr mér“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. apríl 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Sigmarsson, fyrrverandi lögreglumaður og stjórnarmaður í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi, kennir lélegri enskukunnáttu um hann hafi sagst lögreglumaður við hælisleitendur á hitafundi Sjálfstæðismanna í fyrradag. Hann segir í samtali við Stundina að það hafa verið mistök að kynna sig sem lögreglumann og biðst hann afsökunar.

Nokkrir hælisleitendur hleyptu upp fundinum, sem átti að vera um þriðja orkupakkann, og virtust krefjast svara um úrlausn sinna mála. Þegar mennirnir spurðu hvort það yrði hringt á lögregluna var svarið nei því tveir menn í salnum væru „lögreglan“. Tveir stæðilegir menn sögðu síðan „We are the police“, lentu í stympingum við mennina.

Í samtali við Stundina segir Þorvaldur að hann hafi gert mistök á fundinum. „Það var mikill æsingur á fundinum. Ég ætlaði ekki að beita þessa menn neinu harðræði eða lögregluvaldi,“ segir Þorvaldur. Hann greip í einn hælisleitanda sem sat og hafði ekki tekið til máls og svo skipaði öðrum, sem hafði tekið til máls, að fara út. „Mér urðu á mistök þegar ég sagði þetta. kom öfugt út úr mér. Ég leiðrétti þetta við þessa menn á eftir. Ég ætlaði að segja „I was a policeman“. Ég er enginn sérfræðingur í ensku,“ hefur Stundin eftir Þorvaldi.

Hann fullyrðir að hann hefði orðað þetta öðru vísi ef hann hefði talað við Íslending. „. „Þetta eru bara mistök af minni hálfu í framsetningu á ensku. Ármann hafði talað um að við værum lögreglumenn og því er beint til mín frá þessum aðila hvort ég væri lögreglumaður eða ekki og ég sagði honum það. Ég hefði ekki gert það við Íslending. Ég er ekki neinn útlendingahatari eða hælisleitendahatari, langt því frá. Setningin kom öfugt út úr mér og það er misskilningurinn,“ segir Þorvaldur.

https://www.facebook.com/vthorsteinsson/videos/vb.645007941/10158599535972942/?type=2&video_source=user_video_tab

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann