fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Tengdasonurinn á Akranesi óttast ömmuna: „Ég var hræddur og ég er ennþá hræddur”

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 29. apríl 2019 15:33

Vinslit Hauks og Bjarna má rekja til uppgjörsins á Akranesi - Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál konu á áttræðisaldri, Krystynu Reginu Maszewsku, sem sökuð er um að reyna að bana tengdasyni sínum á Akranesi á síðasta ári, er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Málsatvikum var lýst svo fyrir héraðsdómi, samkvæmt frétt RÚV,  að Regina hafi gætt barnabarna sinna þegar tengdasonurinn kom heim, mjög pirraður. Öskraði hann á Krystynu og var orðljótur. Hún greindi svo frá málum við lögreglu að tengdasonurinn hefði gengið sjálfur á hnífinn, en kannast ekki við þau ummæli fyrir dómi.

„Það er ekki séns. Ég ræddi ekki neitt slíkt við lögregluna. Þetta er lygi.“

Fyrir dómi neitar hún að hafa reynt að bana tengdasyninum. Tengdasonurinn hefði sjálfur verið vopnaður með tveimur hnífum og hefði að líkindum dottið á annan þeirra.

Tengdasonurinn segir aðra sögu. Hann greinir svo frá atvikum að þegar hann kom heim þetta kvöld hafi tengdamóðir hans verið drukkin. Hann hafi sett út á drykkjuna þar sem hún væri að gæta ungra barna. Hann hefði svo farið inn í herbergi og lagst til svefns. Þá hafi Krystyna komið og stungið hann. „Ég var hræddur og ég er ennþá hræddur.“

Dóttir Krystynu baðst undan því að svara spurningum vegna tengsla sinna við ákærðu.

Sjá einnig: 

Amma á Akranesi ákærð fyrir tilraun til manndráps

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann