Kópavogur og Hafnarfjörður opnuðu Stóra plokkdaginn með látum en um það bil 30 plokkarar voru mættir á fyrstu vaktina klukkan 10:00 og eiga þau metið. Mæting er framar væntingum og má gera ráð fyrir að rúmlega hundrað manns séu að plokka á skiplögðu stöðvunum. Um tuttugu manns hófu daginn með umhverfisráðherra við Húsasmiðjuna í Grafarholti klukkan 10:00 i morgun.