fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Margir minnast Ingveldar: „Hún var sterkur persónuleiki, heil, skemmtileg og traust“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 28. apríl 2019 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ing­veld­ur Geirs­dótt­ir blaðamaður er lát­in. Ingveldur lést þann 26. apríl eft­ir bar­áttu við krabba­mein, aðeins 41 árs að aldri. „Hún var ritari stjórnar Blaðamannafélags Íslands þar til á síðasta aðalfundi þegar hún hætti vegna veikinda sinna. Hún greind­ist með brjóstakrabba­mein árið 2014 og talaði opinberlega um sjúkdóminn og reynslu sína, m.a. í fjölmiðlum,“ segir um Ingveldi á vef Blaðamannfélags Íslands.

Ing­veld­ur starfaði á Morg­un­blaðinu frá 2005 þar til hún lést, að undanskildu tímabili þegar hún var fréttamaður á Stöð   2012 – 2013.

Morgunblaðið minnist Ingveldar í ágætri grein sem lesa má hér. Í viðtali við Morgunblaðið um sjúkdóm sinn árið 2015 sagði Ingveldur, sem þá var ófrísk af öðru barni sínu, meðal annars þetta:

„Oft er talað um að fólk sé að berj­ast við krabba­mein en ég lít ekki á þetta sem styrj­öld. Bara verk­efni, eins og svo margt annað sem við stönd­um frammi fyr­ir í líf­inu. Veik­indi eru part­ur af líf­inu. Mörg­um sem grein­ast með krabba­mein finnst lífið ef­laust vera á móti sér og spyrja: Af hverju ég? Það hef ég aldrei gert. Ég spyr frek­ar: Af hverju ekki ég? Þetta fer á ein­hvern veg. Það er al­veg ljóst. Fari þetta með mann í gröf­ina verður bara svo að vera.“

„Hún var sterkur persónuleiki, heil, skemmtileg og traust“

Margir minnast Ingveldar á Facebook. Ingvar P. Guðbjörnsson skrifar:

„Harmafregn. Ingveldi kynntist ég 6 ára í Gaulverjabæjarskóla og þræðir okkar lágu saman allar götur síðan með einum eða öðrum hætti. í FSu, þá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og loks á Morgunblaðinu. Hún var sterkur persónuleiki, heil, skemmtileg og traust. Hennar verður sárt saknað. Hugurinn er hjá eiginmanni, börnum, foreldrum, systkinum, vinum og öðrum ástvinum. Blessuð sé minning hennar.“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson ritar:

„Hræðilegt! Sorglegt! Þrátt fyrir örar framfarir í krabbameinslækningum gerist þetta enn. Og þessi vágestur gæti sótt okkur öll heim.“

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson skrifar:

„Enn bætist í englahópinn þarna uppi. Ingveldur var falleg manneskja innan sem utan. Blessuð sé minning hennar.“

Ingibjörg Rósa Björnsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, sem sjálf glímir við krabbamein, skrifar um þennan kollega sinn:

„sköruglega sveitastelpan með rauða hárið, sem ég hitti fyrst í fjölbraut á Selfossi, er sofnuð svefninum langa…takk fyrir góð kynni og viskuorðin þegar ég stóð frammi fyrir sama sjúkdómi í byrjun árs. þá mundi ég svo vel það sem þú sagðir í viðtalinu góða: „hvers vegna ekki ég?“

og þannig er það bara…“

 

Birta Björnsdóttir blaðamaður minnist Ingveldar með þessum orðum:

„Það má alveg öskra upp í vindinn yfir óréttlætinu að ung kona sé tekin frá börnum, stjúpbörnum, eiginmanni, foreldrum, systkinum og vinum. Það er eiginlega nauðsynlegt líka. Það er þó líkast til betra til framtíðar, og meira í anda Ingveldar, að vera þakklátur fyrir vinskap góðrar konu. Konu sem var hrein og bein, skemmtileg og klár, glæsileg svo eftir var tekið. Konu sem mörgum þótti vænt um, þar á meðal mér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram