Jensína Andrésdóttir lést um páskana en hún var elst allra þeirra sem hafa átt heima hér á landi. Hún lést á Hrafnistu þann á 18. apríl og var 109 ára og 159 daga. Frá þessu er greint á Facebook-síðunni Langlífi. Hún var í fimmta eða sjötta sæti yfir elstu íbúa á Norðurlöndum.
Á fyrrnefndri síðu er farið yfir ævi hennar. „Jensína var fædd 10. nóvember 1909 á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur-Barðastrandarsýslu, tólfta af fimmtán börnum Andrésar Sigurðssonar bónda og Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur. Hún var vinnukona á Vestfjörðum en flutti til Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld og vann meðal annars við ræstingar. Jensína var á Hrafnistu í rúma tvo áratugi. Meðfylgjandi mynd af Jensínu birtist í Morgunblaðinu þegar hún var 105 ára,“ segir í færslunni.
Nú er því Dóra Ólafsdóttir, búsett í Kópavogi, elsti núlifandi Íslendingurinn en hún varð 106 ára í júlí í fyrra.
https://www.facebook.com/langlifi/photos/a.185408678156215/2473042042726189/?type=3&__xts__%5B0%5D=68.ARDHPvgwGPtmex-TeUIiCdj5qInfFi71zQEfmkHqqoxW_p0Y94iY8-oabdsl_kL6rcED_a8tZAhoBfFAUlGjkycEavNji0Sbke_aSy5_KYFmgOWcltCiyK_DrqS5IPgcVsXN0K7k7l0M23_6pPFVFx2DuZXKD9zQMXqBEh36V-IT1U5jK0VDgAD-KHKDaSJ1zjd4G1cIw1mlLjahwaN8kVM0k6mpQ_FVB8Q0czOvlC4QtWxKBBd2PRYHt4swpd3UE3Ib4yBRG8oivYU-UyClxsxMnzhmlVkzy5bgbfEzWjgosWO5rM1YU3idzYHjtT-SqxDbn8-yAG2WWr4C1gEpPSz9-cChu2F8ShIEpQsToejZtV_kSzqlRryQ&__tn__=-R