fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Jensína lést um páskana elst allra

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jensína Andrésdóttir lést um páskana en hún var elst allra þeirra sem hafa átt heima hér á landi. Hún lést á Hrafnistu þann á 18. apríl og var 109 ára og 159 daga. Frá þessu er greint á Facebook-síðunni Langlífi. Hún var í fimmta eða sjötta sæti yfir elstu íbúa á Norðurlöndum.

Á fyrrnefndri síðu er farið yfir ævi hennar. „Jensína var fædd 10. nóvember 1909 á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur-Barðastrandarsýslu, tólfta af fimmtán börnum Andrésar Sigurðssonar bónda og Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur. Hún var vinnukona á Vestfjörðum en flutti til Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld og vann meðal annars við ræstingar. Jensína var á Hrafnistu í rúma tvo áratugi. Meðfylgjandi mynd af Jensínu birtist í Morgunblaðinu þegar hún var 105 ára,“ segir í færslunni.

Nú er því Dóra Ólafsdóttir, búsett í Kópavogi, elsti núlifandi Íslendingurinn en hún varð 106 ára í júlí í fyrra.

https://www.facebook.com/langlifi/photos/a.185408678156215/2473042042726189/?type=3&__xts__%5B0%5D=68.ARDHPvgwGPtmex-TeUIiCdj5qInfFi71zQEfmkHqqoxW_p0Y94iY8-oabdsl_kL6rcED_a8tZAhoBfFAUlGjkycEavNji0Sbke_aSy5_KYFmgOWcltCiyK_DrqS5IPgcVsXN0K7k7l0M23_6pPFVFx2DuZXKD9zQMXqBEh36V-IT1U5jK0VDgAD-KHKDaSJ1zjd4G1cIw1mlLjahwaN8kVM0k6mpQ_FVB8Q0czOvlC4QtWxKBBd2PRYHt4swpd3UE3Ib4yBRG8oivYU-UyClxsxMnzhmlVkzy5bgbfEzWjgosWO5rM1YU3idzYHjtT-SqxDbn8-yAG2WWr4C1gEpPSz9-cChu2F8ShIEpQsToejZtV_kSzqlRryQ&__tn__=-R

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áfall fyrir Zelensky: Húsleit hjá nánasta samstarfsmanninum vegna gruns um spillingu

Áfall fyrir Zelensky: Húsleit hjá nánasta samstarfsmanninum vegna gruns um spillingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framhaldsskólanemi lætur Sjálfstæðismenn heyra það fyrir að hafa miklar skoðanir en engar lausnir

Framhaldsskólanemi lætur Sjálfstæðismenn heyra það fyrir að hafa miklar skoðanir en engar lausnir