fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Búseti hækkar leiguna um fimm prósent: Segja hækkunina nauðsynlega til að tryggja örugga leigu til framtíðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 17:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðissamvinnufélagið Búseti hækkaði húsaleigu á leiguíbúðum sínum um 5% fyrir um mánuði síðan. Þetta kemur fram í bréfi félagsins til leigjanda sem hann sendi DV mynd af. Í bréfinu er hækkunin sögð nauðsynleg til að tryggja örugga leigu til framtíðar. Kostnaður við rekstur fasteigna hafi hækkað talsvert á síðustu misserum, viðhaldskostnaður og fasteignagjöld sem hafi hækkað í takt við fasteignamat.

Leigjandinn sem hér á í hlut leigir þriggja herbergja íbúð sem er um 100 fermetrar. Fyrir hækkun var leigan 216.567 krónur með hússjóði en eftir hækkun er þetta komið upp í 227.503 kr.

„Búseti er hússnæðissamvinnufélag sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða og er í eigu félagsmanna hverju sinni. Félagið var stofnað árið 1983 og býður í dag upp á rúmlega 900 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Þar af heyra um 200 undir Leigufélag Búseta.“ Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins og einnig það að félagsaðild í Búseta er öllum opin óháð aldri og búsetu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áfall fyrir Zelensky: Húsleit hjá nánasta samstarfsmanninum vegna gruns um spillingu

Áfall fyrir Zelensky: Húsleit hjá nánasta samstarfsmanninum vegna gruns um spillingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framhaldsskólanemi lætur Sjálfstæðismenn heyra það fyrir að hafa miklar skoðanir en engar lausnir

Framhaldsskólanemi lætur Sjálfstæðismenn heyra það fyrir að hafa miklar skoðanir en engar lausnir