fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Smári: Steiktu Kóreumenn upp úr lýsi? – „Gæti nú allt eins talist stríðsglæpur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. apríl 2019 10:44

Smári McCarthy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Framlag Íslands til mannúðarmála í Kóreustríðinu 1951 var matarolía að verðmæti $45400 USD.“ Þetta segir ‎Smári McCarthy‎, þingmaður Pírata, innan Facebook-hópsins Algjörlega óáhugaverðar stjórnmálaupplýsingar. Hópurinn er nokkuð vinsæll meðal íslenskra stjórnmálamanna og hafa nokkrar umræður sprottið úr þessu innleggi Smára.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, bendir á að þetta hafi verið lýsi en ekki matarolía og vísar í frétt frá þessum tíma. „Í byrjun þessa mánaðar var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar að leggja fram 125 tonn af þorskalýsi til nauðstaddra barna í Kóreu og skoðast lýsið sem beint framlag til Sameinuðu þjóðanna frá Ríkisstjórn Íslands,“ segir í þeirri frétt.

Smári svarar þessu og veltir fyrir sér hvort Kóreumenn hafi í raun eldað upp úr lýsinu. „Sumsé, einhver hélt að það væri góð hugmynd að steikja upp úr lýsi? Eða hefur 식용유 breiðari merkingu? Úff. Þetta jaðrar við að vera áhugavert,“ spyr Smári.

Andrés svarar til baka: „Eins og fólk hafi ekki þurft að þola nóg, þá hafi það fengið stirfry með lýsisbragði?“ Alexandra Bríem, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, bætir við þetta: „Það gæti nú allt eins talist stríðsglæpur ef við gerðum þeim það.“ Unnar Þór Sæmundsson, gjaldkeri Pírata, segir engan vafa á því: „Alexandra ég er nokkuð viss um að senda 125 tonn af lýsi sem „gjöf“ er stríðsglæpur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“