fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Lögregla aðstoðaði átta einstaklinga sem voru í andlegu ójafnvægi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. apríl 2019 08:10

Ljósmynd: DV/Bjartmar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti alls átta útköllum, frá klukkan sjö í gærkvöldi til fimm í morgun, vegna fólks í andlegu ójafnvægi víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Þetta kemur fram í skeyti sem lögregla sendi frá sér um verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

„Lögregla fór í öllum tilfellum að vettvangi og reyndi eftir fremstu getu að aðstoða einstaklingana. Bæði með því að stilla til friðar og aðstoða einstaklinganna við að leita sér viðeigandi aðstoðar innan geðheilbrigðiskerfisins,“ segir lögregla.

Þá hafði lögregla afskipti af tveimur einstaklingum í Breiðholti laust fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. Þeim var gefið að sök að hafa tekið vörur ófrjálsri hendi úr verslun. Lögregla tók niður framburð þeirra á vettvangi og var þeim gefið leyfi til að fara að svo búnu.

Um hálf tíu í gærkvöldi var tilkynnt um slagsmál í Kópavogi og mætti lögregla á vettvang til að stilla til friðar. Upp úr miðnætti var par handtekið í hótelherbergi í austurborginni, en greitt hafði verið fyrir gistinguna með stolnu greiðslukorti. Parið var vistað í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Þá stöðvaði lögregla akstur fjögurra ökumanna í nótt en þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“
Fréttir
Í gær

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Trump sýna greinileg merki um vitsmunalega hrörnun

Segir Trump sýna greinileg merki um vitsmunalega hrörnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úlfar afar harðorður um ástandið í lögreglunni – Hugleiðir að sækja um sem ríkislögreglustjóri

Úlfar afar harðorður um ástandið í lögreglunni – Hugleiðir að sækja um sem ríkislögreglustjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“