fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Lögregla aðstoðaði átta einstaklinga sem voru í andlegu ójafnvægi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. apríl 2019 08:10

Ljósmynd: DV/Bjartmar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti alls átta útköllum, frá klukkan sjö í gærkvöldi til fimm í morgun, vegna fólks í andlegu ójafnvægi víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Þetta kemur fram í skeyti sem lögregla sendi frá sér um verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

„Lögregla fór í öllum tilfellum að vettvangi og reyndi eftir fremstu getu að aðstoða einstaklingana. Bæði með því að stilla til friðar og aðstoða einstaklinganna við að leita sér viðeigandi aðstoðar innan geðheilbrigðiskerfisins,“ segir lögregla.

Þá hafði lögregla afskipti af tveimur einstaklingum í Breiðholti laust fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. Þeim var gefið að sök að hafa tekið vörur ófrjálsri hendi úr verslun. Lögregla tók niður framburð þeirra á vettvangi og var þeim gefið leyfi til að fara að svo búnu.

Um hálf tíu í gærkvöldi var tilkynnt um slagsmál í Kópavogi og mætti lögregla á vettvang til að stilla til friðar. Upp úr miðnætti var par handtekið í hótelherbergi í austurborginni, en greitt hafði verið fyrir gistinguna með stolnu greiðslukorti. Parið var vistað í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Þá stöðvaði lögregla akstur fjögurra ökumanna í nótt en þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“