fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Skógarþrestir bera vágesti með sér til landsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 18:00

Skógarþröstur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skógarmítlar eru lítið fagnaðarefni en þeir sjúga blóð úr dýrum, þar á meðal mönnum, og geta borið sjúkdómsvaldandi sýkla með sér sem geta valdið Lyme-sjúkdómi og heilabólgu. Náttúrfræðistofnun Íslands hefur nú safnað nægilega mörgum sýnum af skógarmítlum til að hefja rannsóknir á sýklum í þeim en enn vantar fjármagn til rannsóknanna.

RÚV skýrir frá þessu. Fram kemur að flestir mítlanna hafi fundist á skógarþröstum. Skógarmítlar eru pínulitlir. Þeir halda sig helst á gróðri í skógarbotnum en lifa á blóði. Þeir krækja sig við dýr og nota munnlimi til að grafa ofan í húð fórnarlambsins til að geta sogið blóð úr því. Þegar þeir eru orðnir fullir af blóði tútna þeir út.

Ef skógarmítlar festa sig við fólk er ekki ráðlegt að toga í þá til að losa þá því þá geta þeir sprungið og um leið geta vessar sprautast inn í sárið og sýklar með. Einnig geta munnlimirnir orðið eftir í sárinu.

Skógarmítill. Mynd:Wikimedia Commons

RÚV segir að í nýútkominni ársskýrslu Náttúrufræðistofnunar komi fram að vísindamenn stofnunarinnar og Tilraunastöðvarinnar að Keldum hafi leitað að og safnað skógarmítlum í fjögur ár til að geta rannsakað þá. Leitin fór fyrst að bera árangur eftir að samstarf var tekið upp við Fuglaathugnarstöð Suðausturlands en þá var byrjað að leita að skógarmítlum á farfuglum um leið og þeir voru merktir.

Vorið 2017 fundust skógarmítlar á 85 skógarþröstum og árið eftir fundust um 400 skógarmítlar á 38 fuglum, þar af 36 skógarþröstum, svartþresti og laufsöngvara. Það er því ljóst að skógarþrestir eiga stóran hlut að máli varðandi innflutning skógarmítla til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“