fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Frábærar fréttir frá Nepal: „Hann er farinn að geta staðið uppréttur með minni og minni stuðningi frá öðrum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brandur Karlsson, framtíðarfræðingur, er úti í Nepal að kynna sér óhefðbundnar lækningar og Nepalskt heilbrigðiskerfi. Brandur lamaðist frá hálsi niður fyrir um áratug síðan. Ástæðan er ekki að fullu þekkt, en talið að hann hafi fengið einhvers konar bakteríusýkingu. Annað markmið ferðar hans til Nepal er að leggja stund á sjúkraþjálfun. Utan um ferðina hefur verið stofnun Facebook síða þar sem fylgjast má með ævintýrum hans.

Í nýjustu færslunni er tilkynnt að Brandur og föruneyti hafi ákveðið að framlengja dvöl sína í Nepal. Sjúkraþjálfunin hjá Brand hefur gengið vonum framar og eftir heimsókn til eins fremsta taugalæknis Nepals virðast horfur hans góðar.

„Bletturinn í heilastofni Brands er ekki jafn áberandi og hann var og túlkaði læknirinn það sem framför og ráðlagði áframhaldandi endurhæfingu og nálastungumeðferð“

Í færslunni er bent á að segulómtækið á Íslandi er orðið um tveggja áratuga gamalt, á meðan vélin í Nepal var aðeins fjögurra ára. Brandur mun nú hefja reglulega nálastungumeðferð og sýnir að sögn stöðugt meiri og meiri framfarir.

 „Hann er farinn að geta staðið uppréttur með minni og minni stuðningi frá öðrum. Einnig getur hann núna staðið á fjórum fótum óstuddur. Þetta er eins og þegar lítið barn fer að læra að labba. Fyrst liggur það á maganum, svo kemst það á 4 fætur nær jafnvægi og byrjar að skríða, næst standa og svo fer það að labba. Þetta er ekkert ósvipað process sem Brandur er að fara í gegnum.“

Sérfræðingurinn, Rahul,  heldur utan um þjálfun Brands og kennir jafnframt teyminu hans réttu tökin svo hægt sé að halda áfram þegar hópurinn snýr aftur til Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“
Fréttir
Í gær

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“
Fréttir
Í gær

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Trump sýna greinileg merki um vitsmunalega hrörnun

Segir Trump sýna greinileg merki um vitsmunalega hrörnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úlfar afar harðorður um ástandið í lögreglunni – Hugleiðir að sækja um sem ríkislögreglustjóri

Úlfar afar harðorður um ástandið í lögreglunni – Hugleiðir að sækja um sem ríkislögreglustjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“