fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 19:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, hef­ur sagt starfi sínu lausu. Hann lætur nú þegar af störfum.

Nú hef ég starfað hjá Isavia í meira en tíu ár og hefur þessi tími verið viðburðaríkur og skemmtilegur. Ég hef fengið að taka þátt í uppbyggingu á Isavia sem hefur verið einstakt. Einnig hef ég fengið tækifæri til að vinna með frábæru starfsfólki í umhverfi þar sem áskoranir eru og hafa verið miklar. Ég er þakklátur fyrir það hversu vel hefur tekist til og nú er að hefjast enn einn kaflinn í sögu Isavia. Í því ljósi tel ég að nú sé góður tími fyrir nýtt fólk til að taka við keflinu.”

Orri Hauksson, stjórn­ar­formaður Isavia, vill fyrir hönd stjórnar þakk­a Birni Óla fyr­ir starf sitt fyrir félagið um langt skeið.  Stjórnin virðir ákvörðun hans um að nú sé góður tíma­punkt­ur til að láta af störf­um. Hafist verður handa við að ráða nýjan forstjóra. Fram að því munu Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri, og Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, annast daglegan rekstur félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“