fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Leitin að Jóni Þresti – Ýmsar tilgátur á lofti – „Þetta er allt jafn líklegt og ólíklegt fyrir mér“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi þann 9. febrúar síðastliðinn hefur fjölskylda hans leitað hans. Auk þess hefur írska lögreglan rannsakað málið og sjálfboðaliðar hafa leitað Jóns. En ekkert hefur fundist sem hefur fært lögregluna eða fjölskylduna nær því að fá svör um hvað varð um Jón.

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns, um stöðu málsins. Haft er eftir honum að fjölskyldan geti lítið annað gert en haldið áfram að minna á málið.

„Við erum bara í því að reyna að halda póst­in­um gang­andi. Það vita all­ir af þessu úti. Það er eig­in­lega eng­inn sem hef­ur ekki heyrt um þetta. En það er voða lítið sem hægt er að gera eins og er.”

Sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið.

Fjölskyldan hefur reynt að sjá til þess að einhver úr henni sé alltaf til staðar í Dublin og flýgur Davíð þangað í dag til að taka við af systur sinni. Haft er eftir honum að hann ætla að reyna að vekja athygli fjölmiðla á málinu og dreifa upplýsingum um það sem víðast. Hann stefnir einnig á fund með lögreglunni á morgun og reiknar þá með að fá nánari upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar.

Haft er eftir Davíð að ýmsar tilgátur séu uppi um hvað hafi orðið um Jón Þröst en skiptar skoðanir séu um hvort hann hafi yfirgefið Írland.

„Þetta er allt jafn líklegt og ólíklegt fyrir mér.“

Sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Játning morðingja John Lennon – Ástæðan var einföld og sjálfselsk

Játning morðingja John Lennon – Ástæðan var einföld og sjálfselsk
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð mögulega fyrsti maðurinn til að vera stunginn af moskítóflugu á Íslandi?

Sigmundur Davíð mögulega fyrsti maðurinn til að vera stunginn af moskítóflugu á Íslandi?
Fréttir
Í gær

Stefán Máni hugsi yfir hlutverki Þjóðleikhússins – „Greinilega orðin að peningasjúkum TikTok trúði sem er í samstarfi við sykurdíler“

Stefán Máni hugsi yfir hlutverki Þjóðleikhússins – „Greinilega orðin að peningasjúkum TikTok trúði sem er í samstarfi við sykurdíler“
Fréttir
Í gær

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó
Fréttir
Í gær

Eflingarfélagar hafa áberandi lægstu tekjurnar 

Eflingarfélagar hafa áberandi lægstu tekjurnar