fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Fluttur á sjúkrahús eftir neyslu fíkniefna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 11:44

Mynd tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum haldlagt nokkurt magn af meintu amfetamíni og kannabisefnum. Í skeyti frá lögreglu kemur fram að í bifreið sem stöðvuð var vegna gruns um að ökumaður æki undir áhrifum fíkniefna hafi fundist meint amfetamín. Farþegi játaði að eiga efnin.

Í húsnæði í umdæminu, sem leitað var í að fenginni heimild,  fundust kannabisefni og játaði húsráðandi eign sína á þeim.

Þá framvísaði karlmaður pakkningu með hvítu dufti í þegar lögregla hafði tal af honum fyrir utan skemmtistað.

Annar karlmaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að hann veiktist hastarlega. Hann kvaðst hafa neytt amfetamíns. Í fórum hans fundust sprautur, nálar og meint fíkniefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd