fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Drukknar konur á virðulegum aldri vildu ekki borga reikninginn sinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 22:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í miðbænum um fimm-leytið í dag. Mjög drukknar konur á sextugsaldri neituðu að greiða reikninginn og voru með almenn leiðindi og uppsteyt. Þær greiddu samt reikninginn þegar lögreglan kom á staðinn og gáfu upp persónuupplýsingar að kröfu lögreglu en þó með miklum semingi.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Þar greinir einnig frá því að umferðarslys varð í hádeginu á Reykjanesbraut við Álverið í Straumsvík. Bíll valt en stór vindhviða varð til þess að ökumaður missti stjórn á bílnum og endaði hún utan vegar og á hliðinni. Erlendir ferðamenn voru þarna á ferð og meiddist enginn þeirra.

Á fjórða tímanum í dag varð árekstur í hverfi 201 og stakk ökumaður af frá vettvangi. Vitni töldu ökumanninn vera ölvaðan. Ökumaðurinn fannst skömmu síðar ölvaður heima hjá sér. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu.

Vinnuvél bakkað á unga konu

Um hálfþrjúleytið í dag var tilkynnt um að ekið hefði verið á gangandi vegfaranda í hverfi 110. Vinnuvél var bakkað á unga konu sem var að ganga á gangstétt.  Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Nokkrir áverkar en talið minniháttar á þessu stigi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur vinnuvélar án tilskilinna réttinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mannslát í Kópavogi er til rannsóknar

Mannslát í Kópavogi er til rannsóknar
Fréttir
Í gær

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum
Fréttir
Í gær

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“