fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Starfsfólk WOW air sér ljós í myrkrinu eftir vel heppnaðan fatamarkað – MYNDIR

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. apríl 2019 16:57

Eydís Perla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk WOW air hélt markað með fatnað og heimilisvörur í Holtagörðum í dag en markaðurinn er opinn til kl. 18. Honum verður síðan fram haldið á morgun.

Margir starfsmenn WOW air eiga um sárt að binda eftir hið skyndilega gjaldþrot félagsins. Fyrirtækið varð gjaldþrota ekki löngu fyrir mánaðamót og þeir fengu engin laun um síðustu mánaðamót. Um tíma leit út fyrir að flugfreyjur WOW air yrðu margar hverjar að leita til Mæðrastyrksnefndar og Hjálparstofnunar kirkjunnar en ASÍ hljóp undir bagga og lánaði Flugfreyjufélagi Íslands 100 milljónir.

Ljósmyndari DV var á svæðinu og tók meðfylgjandi myndir. Sagði hún að markaðurinn hefði gengið vonum framar í dag: „Búið að vera stappað af fólki frá hádegi. Margir voru meira að segja mættir um 10 leytið í morgun til að freista þess að gera bestu kaupin. Fatamarkaðurinn verður aftur opinn á morgun milli 12 og 16. Flestir sem ég talaði við ætluðu líka að standa vaktina á sunnudaginn.“

Jóhanna Kristín og Alexandra Ósk

 

Krist­ín Lea Sig­ríðardótt­ir skipuleggjandi Wow fatamarkaðarins

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum