fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Fréttir

Bára hefur fengið sig fullsadda af samsæriskenningum Sigmundar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. mars 2019 09:17

Bára Halldórsdóttir. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bára Halldórsdóttir, sem tók upp þingmenn á barnum Klaustur líkt og frægt er orðið, segist hafa fengið sig fullsadda af nýjum samsæriskenningum um atburðarrásina þar. Siðanefnd Alþingis skilað af sér áliti í gær þar sem kom fram að að nefndin liti svo á að umræðan á Klaustri hafi ekki verið einkasamtal. Miðflokkurinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem álitið var fordæmt og gefið í skyn að ekki væru öll kurl komin til grafar.

Sjá einnig: Segja siðanefndarálitinu lekið til RÚV: „Pólitískt eðli málsins er nú staðfest enn á ný“

Bára spyr hvaða samsæriskenning komi nú frá flokknum. „Jæja þá var siðanefnd að álykta, nánast einhliða að þetta sé ekki einkasamtal. Svarað: „Þá bendir flokkurinn einnig á að fyrir liggja nýjar og veigamiklar upplýsingar sem sýna að mat siðanefndarinnar væri byggt á röngum forsendum“. Hvaða nýju samsæriskenningu eigum við að láta troða upp á okkur núna?,“ spyr Bára á Facebook.

Bára segist ekki hafa heilsu í að svara þingmönnum Miðflokksins fullum hálsi en hún er greind með sjálfsofnæmis- og gigtarsjúkdóm sem heitir Behcets. „Er þessu fólki algerlega ómögulegt að taka ábyrgð á sínum eigin gjörðum? Einu nýju gögnin sem koma til greina hafa ekkert nýtt fram að færa en ég þekki það hverskonar einbera þvælu þetta fólk er fært um. Og ég er bara ekkert andlega né líkamlega á besta stað til að díla við þessar endalausu smjörklípur,“ segir Bára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Margrét Gnarr sýnir hvernig er hægt að æfa með ferðatösku

Margrét Gnarr sýnir hvernig er hægt að æfa með ferðatösku
Fréttir
Í gær

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ískyggilegt ástand hjá hjúkrunarfræðingum í COVID-faraldrinum – Sumir sofa aðeins tvo tíma á sólarhring

Ískyggilegt ástand hjá hjúkrunarfræðingum í COVID-faraldrinum – Sumir sofa aðeins tvo tíma á sólarhring
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Víðir kvíðir páskunum með tilheyrandi ferðalögum„Áhyggjuefni ef fólk fer að hópast mikið saman“

Víðir kvíðir páskunum með tilheyrandi ferðalögum„Áhyggjuefni ef fólk fer að hópast mikið saman“