fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Róa lífróður til bjargar WOW air – Óttast að kraftaverk þurfi til

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arctica Finance, ráðgjafar WOW air, róa nú lífróður, auk fulltrúa fjárfestingabankasviðs Arion banka, við að fá einkafjárfesta, jafnt innlenda sem útlenda, auk lífeyrissjóða til að leggja háar fjárhæðir í rekstur WOW air til að bjarga félaginu frá gjaldþroti.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að heimildamenn blaðsins óttist að kraftaverk þurfi til ef takast á að bjarga félaginu á þeim skamma tíma sem er til stefnu. Fram kemur að fáir, ef þá einhverjir, einkafjárfestar séu tilbúnir í þetta með svona skömmum fyrirvara án þess að hafa tækifæri til að grandskoða rekstur félagsins.

Tíminn vinnur ekki með WOW air en Samgöngustofa, sem veitir flugrekstrarleyfi, hefur fylgst náið með framvindu mála.

WOW air skuldar um 200 milljónir dollara að sögn Fréttablaðsins. Meðal skuldunauta félagsins eru lífeyrissjóðir, Arion banki, ISAVIA, skuldabréfaeigendur og leigusalar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum