fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Óvíst um framtíð Skúla hjá WOW: „Nýrra eigenda að ákveða hans framtíðarhlutverk“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2019 13:46

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag er hann forstjóri félagsins og það verður í raun og veru bara nýrra eigenda að ákveða hans framtíðarhlutverk,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates á Keflavíkurflugvelli, í samtali við RÚV.

Eins og greint var frá í hádeginu hefur WOW air komist að samkomulagi við meirihluta kröfuhafa um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins.

Í samkomulaginu felst að að breyta skuldum kröfuhafa í hlutafé og fjármagna fyrirtækið þar til stöðugleiki næst, en í tilkynningu sem WOW sendi í hádeginu segir að þetta sé mikilvægur áfangi til að tryggja sjálfbærni félagsins til lengri tíma litið.

Skuldabréfaeigendur og kröfuhafar funduðu í þriðja skiptið í gærkvöldi og var markmiðið að umbreyta skuldum í 49% hlutafjár. Fréttablaðið hefur greint frá því að Arctica Finance vinni að því að safna um fimm milljörðum króna og varðar sú áætlun hitt 51 prósentið sem á að selja.

Í frétt RÚV er haft eftir einum kröfuhafa að félaginu sé borgið næstu vikurnar. Einn kröfuhafa WOW er Airport Associates og segir Sigþór, forstjóri fyrirtækisins, að verið sé að umbreyta um fimmtán milljörðum í hlutafé.

Hann segir að Skúli muni áfram eiga stóran hlut í félaginu en á þessu stigi sé ekki hægt að segja til um hlutverk hans hjá WOW í framtíðinni. Hann sé forstjóri félagsins í dag og verði það áfram þar til annað verður ákveðið.

Eins og að framan greinir er nú unnið að því að afla hlutafjár upp á fimm milljarða króna. Hefur RÚV eftir Sigþóri að þetta gætu orðið nýir hluthafar eða einhverjir núverandi kröfuhafa. Það taki tíma að finna þá og sú vinna gæti tekið einhverjar vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku