fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Segja að WOW air þurfi 5 milljarða til að halda flugi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. mars 2019 07:45

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair Group sleit í gær viðræðum við WOW air um aðkomu Icelandair að WOW air. Skúli Mogensen, eigandi WOW air, rær nú sannkallaðan lífróður til að reyna að afstýra magalendingu flugfélagsins. Fréttablaðið segir að félagið þurfi 42 milljónir dollara, 5 milljarða króna, til að hægt sé að bjarga því frá þroti.

Blaðið segir að Arctica Finance vinni nú að því að afla þessa fjár en málin þurfa að ganga hratt fyrir sig. Fyrir nema skuldir WOW air um 200 milljónir dollara að sögn Fréttablaðsins en það svarar til um 24 milljarða króna. Af þeirri upphæð er skuldin við ISAVIA um tveir milljarðar.

Morgunblaðið segir að í dag sé stefnt að kynningu á endurskipulagningu WOW air sem feli í sér að skuldum verði breytt í hlutafé. Haft er eftir fjárfesti, sem tók þátt í skuldabréfaútboði WOW air síðasta haust, að félagið sé að verða sjálfbært og ekki þurfi mikla fjármuni til að búa til mjög spennandi félag.

Nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar funduðu í gær til að ræða stöðuna og segir Fréttablaðið að Matt Ridley, ráðgjafi sem starfaði áður hjá J.P. Morgan fjárfestingabankanum, hafi einnig setið fundinn. Hann var einn helsti ráðgjafa stjórnvalda í kjölfar bankahrunsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE
Fréttir
Í gær

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu