fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. mars 2019 12:34

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt bendir til þess að neysla kókaíns hafi aukist mjög á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri, að minnsta kosti ef marka má magn þess í frárennslisvatni frá Reykjavík.

Fjallað var um málið á vef RÚV í morgun en þar kom fram að magn kókaíns í frárennslisvatni hafi fjórfaldast á tveimur árum. Þetta leiða rannsóknir á sýnum úr tveimur hreinsistöðvum í ljós. Þá er Ísland í 2. sæti af um 70 borgum í Evrópu þegar amfetamín í frárennslisvatni er skoðað.

Tekið er fram að sýnin fyrir nýjustu rannsóknina hafi verið tekin í mars fyrir ári síðan. Þá var magnið 474 milligrömm á hverja þúsund íbúa en árið 2016, tveimur árum áður, var magnið 128 milligrömm af kókaíni á dag á hverja þúsund íbúa.

Rætt er við Arndísi Sue-Ching Löve lyfjafræðing sem segir að þetta sé í samræmi við það sem sést hefur hjá ökumönnum sen teknir hafa verið fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þar hafi kókaín verið meira áberandi en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“