fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hvetja fólk til að greiða sektir til ríkissjóðs sem fyrst og forðast fangelsisrefsingu

Auður Ösp
Sunnudaginn 17. mars 2019 14:37

Lögreglan sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem hunsað hafa greiðslur á sektum eða sakarkostnaði til ríkissjóðs er vissara að ganga frá sínum málum sem fyrst, það er segja ef þeir vilja komast hjá því að dúsa í fangelsi.

Nú um áramótin hófst átak hjá Fangelsismálastofnun þar sem einstaklingar sem skulda sektir hafa verið handteknir og færðir til afplánunar vararefsingar.

Þetta á til dæmis við um sektir og sakarkostnað samkvæmt ákvörðun dómstóla, sektarboð sem hafa verið árituð af héraðsdómi eða þá sektir og sakarkostnað samkvæmt staðfestum lögreglustjórasektum.

Nokkuð hefur borið á því að greiðslur hafa verið útvegaðar eftir að afplánun hófst.

Handtaka og fyrirvaralítil afplánun er harkalegt inngrip í líf fólks og því hvetur Fangelsismálastofnun alla þá sem ekki hafa gengið frá greiðslusamningi við innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar um að gera slíkt hið fyrsta og komast þannig hjá handtöku og afplánun í fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar