fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hvetja fólk til að greiða sektir til ríkissjóðs sem fyrst og forðast fangelsisrefsingu

Auður Ösp
Sunnudaginn 17. mars 2019 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem hunsað hafa greiðslur á sektum eða sakarkostnaði til ríkissjóðs er vissara að ganga frá sínum málum sem fyrst, það er segja ef þeir vilja komast hjá því að dúsa í fangelsi.

Nú um áramótin hófst átak hjá Fangelsismálastofnun þar sem einstaklingar sem skulda sektir hafa verið handteknir og færðir til afplánunar vararefsingar.

Þetta á til dæmis við um sektir og sakarkostnað samkvæmt ákvörðun dómstóla, sektarboð sem hafa verið árituð af héraðsdómi eða þá sektir og sakarkostnað samkvæmt staðfestum lögreglustjórasektum.

Nokkuð hefur borið á því að greiðslur hafa verið útvegaðar eftir að afplánun hófst.

Handtaka og fyrirvaralítil afplánun er harkalegt inngrip í líf fólks og því hvetur Fangelsismálastofnun alla þá sem ekki hafa gengið frá greiðslusamningi við innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar um að gera slíkt hið fyrsta og komast þannig hjá handtöku og afplánun í fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“
Fréttir
Í gær

Dóttir Guðbjargar skilgreinir sig sem kött: „Fannst gaman að hafa eyru og skott“

Dóttir Guðbjargar skilgreinir sig sem kött: „Fannst gaman að hafa eyru og skott“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“