fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Margir minnast Brynhildar og senda Sigríði samúðarkveðjur: „Móðir þín var einstök kona“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Áshildur Andersen dómsmálaráðherra hefur átt erfiða viku. Í gær féll dómur Mannréttindadómstóls Evrópu þess efnis að skipan hennar á einum dómara í Landsrétt hefði verið ólögleg. Á mánudaginn lést móðir Sigríðar, Brynhildur Kristinsdóttir Andersen, á Landspítalanum, 80 ára að aldri. Af þeim sökum treysti Sigríður Andersen sér ekki til að mæta í Kastljósið í gær til að ræða um skipan dómara í Landsrétt og niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu.

Geir Andersen faðir Sigríðar

Brynhildur fæddist og var uppalin í Reykjavík, Hún lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands, stundaði nám í píanóleik og lauk námi frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Bryn­hild­ur starfaði í ald­ar­fjórðung á skrif­stofu Elli- og hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Grund­ar.

Brynhildur var virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum. Hún var um langt ára­bil formaður Fé­lags sjálf­stæðismanna í vest­ur- og miðbæ, þar sem hún var síðar kjör­in heiðurs­fé­lagi. Bryn­hild­ur var virk­ur þátt­tak­andi í starfi Hvat­ar, fé­lags sjálf­stæðis­k­venna í Reykja­vík og í starfi Lands­sam­bands sjálf­stæðis­k­venna þar sem hún sat í stjórn og gegndi starfi fram­kvæmda­stjóra um skeið.

Eftirlifandi eiginmaður Brynhildar og faðir Sigríðar er Geir R. Andersen en þau giftust árið 1958. Geir er fyrrverandi blaðamaður en hann starfaði á DV sem blaðamaður á árunum 1987 til 2003. Skrifaði Geir fjölda greina um þjóðmál. Geir var einnig framkvæmdastjóri þjónustusviðs Loftleiða (síðar Flugleiða).

Þau Bryn­hild­ur og Geir eignuðust þrjú börn, Krist­in Andersen, Ívar Andersen og Sig­ríði Á. Andersen. Barna­börn þeirra eru sex tals­ins.

Margir hafa sent Sigríði samúðarkveðju vegna fráfalls móður hennar. Í þeim hópi eru Frosti Sigurjónsson fyrrverandi þingmaður, Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, Ragnhildur Pála og Sjöfn Þórðardóttir. Sjöfn segir:

„Mínar innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyldunnar elskuleg vegna fráfalls móður þinnar. Móðir þín var einstök kona og ég er þakklát fyrir að hafa kynnst henni, minning hennar mun lifa.“

Meðal annars skrifar Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, á Facebook-síðu ráðherrans, en Vigdís missti sjálf móður sína fyrir skömmu:

Kæra Sigríður 

Innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyldunnar vegna fráfalls móður þinnar. Það þarf mikinn styrk til að takast á við sorgina sem fylgir því að missa móður sína. Ég vona að þið fáið frið til að syrgja og að fólk beri virðingu fyrir þeim tímamótum sem þú og fjölskyldan stendur á núna. Kærleikskveðjur – Vigdís

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu