fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Móðir stúlku í Fossvogsskóla: Þrálátar stíflur, sár í munnvikum og mikið exem – „Borgar sig ekki að taka áhættuna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. mars 2019 10:14

Fossvogsskóli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dóttir mín er með mikil líkamleg einkenni – þrálátar stíflur við ennis- og kinnholur, sár í munnvikum og mikið exem og sár í hársverði. Hún er alltaf með stíflað nef sem háir henni mjög í íþróttum,“ segir móðir 11 ára nemanda í Fossvogsskóla sem hefur orðið fyrir miklum heilsubresti sökum myglu í skólanum í Morgunblaðinu  í morgun.

Fossvogsskóli er illa farinn vegna leka og á morgun, við lok skóladags, verður skólanum lokað og nemendum komið fyrir annars staðar.  Í lok nóvember komu fulltrúar frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur til að taka út skólann og gáfu honum einkunnina 4 af 5, með öðrum orðum var niðurstaðan að skólinn uppfyllti allar kröfur heilbrigðiseftirlitsins.

„Við höfum í gegnum tíðina bent á rakaskemmdir í skólanum,“ segir Árni Freyr Thorlacius Sigurlaugsson, aðstoðarskólastjóri, en heilbrigðiseftirlitið fann engar vísbendingar um lekavandamál.

Áðurnefndur nemandi hafði lengi fundið fyrir heilsufarsvandamálum og foreldrar ítrekað leitað með hana til læknis.

„Við létum auðvitað athuga þetta en það kom ekkert í ljós. Á þessum tíma tengdi ég heilsufarsvanda dóttur minnar ekki við skólann og hef í dag mjög mikið samviskubit vegna þessa,“ segir móðir hennar. Stúlkan fann fyrir einkennum á borð við höfuðverk, þreytu, húðsár og þrálátar stíflur og hefur þurft á lyfjagjöf að halda. Læknar spurðu foreldra hvor myglu væri að finna á heimilinu.

„Hún æfði áður þrjár íþróttir en hefur núna einungis orku til að æfa eina […] Við tókum þá ákvörðun að senda hana ekki í skólann – það borgar sig ekki að taka áhættuna.“

Móðirin er reið út í borgina.

„Við erum í þeirri stöðu að hundruð barna og starfsmanna eru í óheilbrigðu húsnæði. Það hlýtur einhver að bera ábyrgð á því.“

Að gera við bygginguna mun kosta tugi milljóna króna. Morgunblaðið hefur eftir Eyþóri Laxdal Arnalds, borgarfulltrúa, að ákvarðanir borgarinnar undanfarin ár, um að fresta viðhaldi bygginga, sé að leiða til meiri kostnaðar núna heldur en hefði strax verið ráðist í verkið.

„Það sem vekur athygli í þessu máli er hins vegar ekki bara skortur á viðhaldi heldur hvernig ástand skólans fór algjörlega framhjá borginni þar sem eftirlit hefur ekki virkað sem skyldi,“ segir Eyþór sem segir að kallað verði eftir útskýringum á því hvers vegna heilbrigðiseftirlitið tók ekki eftir heilsuspillandi ástandi skólans.

„Það er ekki sparnaður að fresta viðhaldi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar