fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Vilhjálmur dapur: Forstjórinn fékk 88 milljónir króna – Fiskvinnslukonan næði því á 20 árum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. mars 2019 09:02

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú liggur fyrir að þessi sami forstjóri fær starfslokasamning sem nemur 88 milljónum, en það er rétt að geta þess að það tekur fiskvinnslukonu hjá HB Granda með bónus uppundir hálfa starfsævina að vinna sér inn 88 milljónir, eða nánar tilgetið um 20 ár!“

Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ, um starfslok Vilhjálms Vilhjálmssonar, forstjóra HB Granda.

Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að laun og kostnaður vegna starfsloka hans hjá fyrirtækinu hefðu numið rúmum 88 milljónum króna. Vilhjálmur hætti sem forstjóri í júní á síðasta ári eftir að Guðmundur Kristjánsson, oft kenndur við Brim, varð stærsti hluthafi félagsins og tók við sem forstjóri.

Í frétt Fréttablaðsins kom fram að laun og hlunnindi Vilhjálms hefðu numið 693 þúsund evrum í fyrra, en í þeirri upphæð er áfallinn launakostnaður vegna starfsloka.

„Maður verður nú hálfdapur þegar maður sér svona starfslokasamning hjá forstjóra sem kom til okkar Akurnesinga í mars 2017 og sagði að því miður þyrfti fyrirtækið að hætta allri bolfiskvinnslu og segja öllum fiskvinnslukonum og mönnum upp störfum á Akranesi vegna hagræðingar í rekstri HB Granda,“ segir Vilhjálmur hjá Verkalýðsfélagi Akraness í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann bætir við að lokum:

„Það er líka rétt að geta þess að þessi starfslokasamningur dugar til að dekka kröfur okkar um hækkun launa hjá 174 fiskvinnslukonum í eitt ár! Var einhver að tala um að ekki sé svigrúm til launahækkana hjá verkafólki?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“