fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Hallur og Björn í fýlu vegna sturlaðrar samsæriskenningar: „Hallur telur að ég sé haldinn illum öndum“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur kastast í kekki milli Sjálfstæðismannanna Halls Hallssonar og Björn Bjarnarsonar. Hallur sakar Björn um að vera „glóbalista og laumu Brusselíta“ á meðan Björn segist ekki botna í skrifum Halls. Hallur segir að Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hafi sagt sér þetta en Styrmir hefur líkt og Hallur talað um „djúpríki“ nýverið.

Hallur, sem var lengi fréttamaður á RÚV, hefur undanfarnar vikur skrifað pistla á Facebook um samsæriskenningu sem er kennd við QAnon og er helst haldið fram af stuðningsmönnum Trump. Erfitt er að lýsa samsæriskenningunni öðru vísi en hreinustu sturlun. Svonefndur Q á vera uppljóstrari innan „djúpríkis“ Bandaríkjanna sem upplýsir almenning í nokkurskonar ráðgátum á 8chan, spjallrás sem lengst af var tengd japönskum teiknimyndum.

Sturluð kenning

Kenningin snýst meðal annars um að Hillary Clinton ásamt kosningastjóra sínum, John Podesta, og leikaranum góðkunna Tom Hanks stýri barnaníðingshring.  Þeir sem aðhyllast hana telja að Trump sé að skipuleggja fjöldahandtökur andstæðinga Bandaríkjanna og að ætlunin sé að senda þá til Guantanamo flóa á Kúbu. Þessar fjöldahandtökur kallar QAnon „Storminn“. Hér eru þó ótal atriðum tengdum kenningunni sleppt en megin inntakið er þó að Trump sé að berjast gegn „djúpríki glóbalista“.

 Sjá einnig: Ævintýralegar samsæriskenningar QAnon – Trump er ofurhetja – Bíða eftir storminum

Fyrir helgi sakaði Hallur, sem er tíður gestur í umræðuþáttunum Hrafnaþingi sem sýndir á mbl.is, Björn um að vera „glóbalista“ í pistli á Facebook. „Það er magnað að fylgjast með Q og valdabaráttunni vestanhafs. Svo sem nærri má geta er bitið í hæla Q og grafið undan trúverðuleika hans. Allir sem áhuga hafa á þjóðmálum ættu fylgjast með og dæma fyrir sig. Ótrúlegar upplýsingar Q lýsa veröld lyga, launráða og blekkinga glóbal Deep State og skóveina þar sem milljónum er fórnað á altari styrjalda og glæpa. Gamla Pravda í Moskvu er skólablað samanborið við CNN, NYT og WaPo, ef marka má Q!,“ skrifar Hallur.

„Augljóst að BjBj er glóbalisti“

Hann hjólar svo í Björn vegna aðsendrar greinar sem birtist í Morgunblaðinu fyrir helgi. „Í ljósi þessa er grein Björns Bjarnasonar í Mogga í dag brosleg. Augljóst að BjBj er glóbalisti og laumu Brusselíti, líkt og Styrmir Gunnarssonar heldur fram við mig. BjBj horfir augljóslega bara á glóbal CNN og les NYT og WaPo. BjBj talar um frjálslyndi og forræðishyggju. Merkel er hófsöm, Pelosi lofar ESB en það er skipunartónn í Pence og Pompeo var með óvild í garð frjálslyndis! BjBj talar um valdboð Trumps i tengslum við Mexíkó-múrinn. CNN, WaPo eða NYT hafa líklega aldrei fjallað um 700 km múr ESB á suðurlandamærum Tyrklands. Það eru 22 milljónir ólöglegra innflytjenda í USA sem þrátt fyrir að hafa ekki kosningarétt kjósa því fólk þarf ekki að framvísa skilríkjum á kjörstað í USA!“ skrifar Hallur.

Sjá einnig: Hallur svarar fyrir sig og vísar til „glæpa glóbalista“: „Þeir höfðu uppi svívirðingar um mig“

Hann bætir svo við: „BjBj er í nöp við Trump, það fer ekki á milli mála en er hrifinn af Merkel og Pelosi og þá væntanlega hinum reikula Junker. En er ekki kominn tími til að Björn Bjarnason átti sig á því að demókratar, Hillary Clinton og Obamastjórnin plottuðu valdarán og beittu FBI, DOJ og CIA fyrir vagninn! Líklega er BjBj ekki hrifinn af teikningu Ben Garrison af Obama snáknum sem kvaðst skandallaus.“

https://www.facebook.com/hallur.hallsson.9/posts/10218620400531038

Björn skilur ekkert

Björn svarar þessum skrifum á bloggi sínu í dag. Hann raunar furðar sig á þessum skrifum. „Föstudaginn 22. febrúar birti ég grein í Morgunblaðinu vegna umræðna á München-ráðstefnu um öryggismál. Greinina má lesa hér. Þetta varð tilefni þess að Hallur Hallsson gerði mig að leiksoppi í baráttu sinni fyrir „framtíð vestrænnar siðmenningar“ en þar reisir hann skoðanir sínar meðal annars á því sem einhver „Q“ segir um baráttu Donalds Trumps við andstæðinga sína, ekki síst í fjölmiðlum og í „djúpríkinu“. Hallur telur að grein mín sanni að ég sé augljóslega „glóbalisti og laumu Brusselíti, líkt og Styrmir Gunnarssonar heldur fram við mig,“ eins og hann orðar það,“ skrifar Björn.

Sjá einnig: Fjöldi þjóðþekktra ýmist fordæmir Hall eða hefur áhyggjur af geðheilsu hans: „Ekki draga mig ofan í þennan drullupytt“

Björn segist ekki skilja þetta þar sem hann hefur aldrei leynt skoðunum sínum á Evrópusambandinu. „Hvað þeim Halli og Styrmi hefur farið á milli í samræðum um „djúpríkið“ er óljóst, annað en ég sé „glóbalisti og laumu Brusselíti“. Að vera „laumu Brusselíti“ er líklega ásökun um að ég sé laumulegur útsendari ESB og Brusselmanna. Að ég fari leynt með skoðanir mínar í Evrópumálum eða öðrum utanríkismálum er alrangt. Ég hef til dæmis skrifað áratugum saman um þau í Morgunblaðið. Þar áttum við Styrmir samstarf eins og á Evrópuvaktinni þegar við börðumst gegn aðild Íslands að ESB á árunum 2009 til 2014,“ segir Björn.

Saklaus mynd

Samsæri?

Björn segist ekkert vita um meint valdarán vestanhafs. „Hallur telur að ég sé haldinn illum öndum af því að ég horfi á CNN og lesi The New York Times og The Washington Post. Einmitt þess vegna hafi ég ranga afstöðu til Mexíkó-múrsins sem Trump lofaði að reisa á kostnað Mexíkó en nú með fé úr almannavarnasjóðum. Hallur segir: „[E]r ekki kominn tími til að Björn Bjarnason átti sig á því að demókratar, Hillary Clinton og Obamastjórnin plottuðu valdarán og beittu FBI, DOJ [dómsmálaráðuneytið] og CIA fyrir vagninn!“ Um þetta fyrirhugaða valdarán veit ég ekkert. Satt að segja botna ég ekkert í þessum skrifum Halls. Hugtakið „djúpríki“ vísar í Bandaríkjunum til þeirra sem Trump telur vinna gegn sér,“ skrifar Björn.

Björn segir að lokum að mynd sem Hallur birtir af sér og Hillary Clinton hafi verið tekin við heldur léttvægt tilefni: „Hallur birti meðfylgjandi mynd af mér og Hillary Clinton. Vildi hann þannig tengja mig enn frekar við andstæðinga Trumps. Myndin var tekin í Washington 8. apríl 1999  þegar hrundið var af stað kynningu á víkingasýningu Smithsonian árið 2000.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag