fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Stolið frá ferðamönnum og eldur í ruslageymslu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 16:58

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust eftir hádegi í dag var tilkynnt um þjófnað úr bíl erlendra ferðamanna í miðbænum. Voru teknir persónulegir munir og farangur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar fer engum sögum af því hvort málið sé leyst eða hvernig rannsókn miði.

Einnig segir frá því að höfð voru afskipti af konu vegna skemmdarverka en það er ekki nánar útlistað.

Um hálfþrjúleytið var tilkynnt um eld í ruslageymslu miðsvæðis og var eldurinn minniháttar, slökkvistarf tók fljótt af.

Í Hafnarfirði og Garðabæ var tilkynnt um tvö innbrot í bíla og eitt í nýbyggingu.

Í Grafarvogi voru karl og kona handtekin vegna gruns um þjófnað og vistuð í fangageymslu sökum rannsóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði