fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Breiðhyltingar finna fyrir meiri fordómum en aðrir borgarbúar – Arfleifð liðinna tíma

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 08:00

Breiðholt sést í fjarska.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meira en helmingur leigjenda hjá Félagsbústöðum í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi segist finna fyrir fordómum frá öðrum í samfélaginu. Öðru máli gegnir um þá sem leigja hjá Félagsbústöðum í Vesturbænum. Tæplega þriðjungur þeirra segist finna fyrir fordómum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta hafi komið fram í þjónustukönnun sem MMR gerði fyrir Félagsbústaði í byrjun desember. Haft var samband við 749 leigjendur og svöruðu tæplega 43 prósent þeirra.

Fréttablaðið hefur eftir Sigrúnu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Félagsbústaða, að engar einfaldar skýringar séu að baki þessum tölum.

„Það kann að eima eftir af gömlum fordómum um að það felist í því einhver ölmusa að leigja húsnæði sem er í eigu sveitarfélags og það litið hornauga. Það er auðvitað bara þannig að aðstæður fólks eru misjafnar og ekki allir sem hafa tök á að eignast húsnæði eða leigja á almennum markaði.“

Sagði Sigrún.

Stærsti hópurinn sem kvaðst finna fyrir fordómum eru einstaklingar með tvö eða fleiri börn.

Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti, sagði í samtali við Fréttablaðið að erfitt sé að koma með skýringar á þessum mun á milli hverfa.

„Ég held að þetta sé einhver birtingarmynd einhvers sem á sér ansi flóknar skýringar. Þetta getur tengst alls konar þáttum eins og félagsgerð, menntunarstigi og efnahag. Líka sögu, þegar þessar félagslegu íbúðir eru byggðar í Breiðholtinu í stórum stíl þá skilur það eftir sig arfleifð sem var ekki eins mikið um annars staðar.”

Sagði Óskar og benti á að Breiðholt hafi gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum.

”Þetta er sambærilegt því þegar hverfið var að byggjast upp. Ég ólst hérna upp og man þegar krakkar alls staðar að af landinu hittust hér, nú er þetta fólk alls staðar að úr heiminum. Það er kannski eðlilegt að það séu einhverjir vaxtarverkir sem fylgja því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar