fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Opna bloggsíðu með frásögnum af meintri kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi Jóns Baldvins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. febrúar 2019 08:05

Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag verður opnuð bloggsíða, metto-jonbaldvin.blog.is, sem verður helguð frásögnum af meintri kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra. Á síðunni verða um 20 sögur.

Þetta segir Guðrún Harðardóttir, einn forvígismanna bloggsíðunnar, í Fréttablaðinu í dag.

„Þetta kemur náttúrlega í kjölfarið á því að hann þurfti endilega að vera að klípa Carmen í rassinn í sumar.“

Er haft eftir Guðrúnu sem er systurdóttir Bryndísar Schram eiginkonu Jóns. Hún er einn stjórnenda Facebookhópsins #metoo Jón Baldvin Hannibalsson en þar hafa margar konur sagt sögur af meintri ósæmilegri hegðun Jóns áratugum saman.

Guðrún segir að bloggsíðan verði opnuð með yfirlýsingu og síðna fylgi frásagnir.

„Þetta eru um 20 sögur, mjög fjölbreyttar og mjög mismunandi, af því að þær gefa mjög skýra mynd af hegðun hans í gegn um árin og af alvarleika málsins.“

Sögurnar verða settar fram nafnlaust en staðfest er innan hópsins hver á hverja frásögn. Áherslan á að vera á Jón en ekki tilfinningalíf fórnarlambanna.

„Við nennum ekki að vinna við þetta alla ævi. Flestar okkar eru þegar búnar að vera í þessu stríði frá því við vorum tíu til fimmtán ára og við erum á öllum aldri.“

Segir Guðrún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“