fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Kjartan var gripinn „í nærbuxunum, á afmælisdaginn minn“ – „Það eru allir búnir að frétta af þessu og ég er bara búinn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 16:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fer fram aðalmeðferð í innherjasviks máli Icelandair í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákærðu eru þrír karlmenn á fimmtugsaldri, Kristján Georg Jósteinsson, Kjartan Jónsson og Kjartan Bergur Jónsson. Vísir greindi frá skýrslutökunum.  

Ákærðu eru sakaðir um þátttöku í innherjasvikum á árunum 2015-2017 í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair sem hafi skilað þeim ríflega 61 milljón króna í hagnað.  Vísir greinir frá því að dómari hafi ákveðið að við skýrslutöku á hverju og einum ákærða skuli hinir tveir víkja úr dómsal, þrátt fyrir mótmæli verjenda.  Baðst dómari þess jafnframt að þeim fjölmiðlum sem eru viðstaddir aðalmeðferðina, að þeir hefji ekki fréttaflutning sinn fyrr en skýrsla hafi verið tekin af öllum þremur ákærðu, en með því vill dómari koma í veg fyrir að ákærðu nái að samræma frásagnir sínar út frá fréttaflutningi eða eftir að hlýða á skýrslutöku hinna tveggja. 

Falið reiðufé og atvinnuhorfur slæmar

Fyrst var tekin skýrla af Kjartani Jónssyni sem starfaði á brotatíma sem forstöðumaður leiðakerfisstjórnunnar Icelandair og taldist til lykil starfsmanna. Kjartan er gert að sök að hafa gegnt stöðu fruminnherja í meintum innherjasvikum.  Fyrir dómi sagðist Kjartan aldrei hafa verið drifinn áfram af græðgi og hafi aðeins viljað gera það besta fyrir finn vinnuveitanda. Segir hann málið vera honum afar erfitt. Það eru allir búnir að frétta af þessu og ég er bara búinn. Ég er búinn á flugmarkaðnum,“ sagði Kjartan og bætti við að atvinnuhorfur hans í framtíðinni væru ekki góðar. 

Kjartan hefur þekkt ákærða Kristján Georg um árabil, en þeir voru saman í grunnskóla.  Í samtali þeirra á milli hafi Kristján sagt Kjartani að hann ætti í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair. Kjartan segist hafa kynnst nafna sínum Kjartani Bergi fyrir einskæra tilviljun á bardagskvöldi með Gunnari Nelson.

Kjartan neitaði fyrir dómi alfarið að hafa  því að hafa rætt við Kristján um stöðu eða horfur í rekstri Icelandair. Undir hann voru borin tölvupóstsamskipti og símtöl við Kristján sem taldi eiga sér eðlilegar ástæður, hann hefði meðal annars vanið sig á að hringja í félaga sinn Kristján í reykingapásum. Kjartani var greint frá því að Kristján hefði haft viðskipti með hlutabréf Icelandair í kjölfar samskipta þeirra. Breytti það engu í framburði Kjartans sem hélt því fram að viðskipti Kristjáns væru honum með öllu óviðkomandi. 

Við húsleit hjá Kjartani lagði lögregla hald á um 3 milljónir króna í reiðufé sem falið var bak við bókahillu. Kjartan vildi meina að það væri fullkomlega eðlileg geymsla á reiðufé þar sem hann hefði vanið sig á að hafa reiðufé á heimili sínu eftir að hafa dvalið í Japan sem og vegna þess að hann vantreysti bönkum. Kjartan lýsti því svo þegar hann var tekinn til yfirheyrslu í nærbuxunum, á afmælisdaginn minn“.

Stundaði viðskipti með hlutabréf frá 17 ára aldri

Næst var tekin skýrsla af Kristjáni Georg sem sagðist hafa stundað viðskipti með hlutabréf frá 17 ára aldri og verið virkur í fjárfestingum. Sagðist hann hafi tekið eftir uppgangi ferðaþjónustunnar og því viljað fjárfesta í Icelandair. „Þarna er ég kominn með leið til að græða fullt af peningum og hefjast þá miklar fjárfestingar,“ sagði Kristján.

Hann hélt því fram að hann hefði hagnast verulega á viðskiptum sínum með hlutabréf Icelandair vegna hæfileika hans í fjárfestingum en hann hafi fylgst vel með umfjöllunum og aðstæðum í samfélaginu og tekið skynsamlegar ákvarðanir. Þar sem viðskiptin hafi gengið vel hafi hann sagt félaga sínum Kjartani Bergi frá þeim sem hafi í kjölfarið hafið sambærileg viðskipti. Kristján neitar að hafa fengið upplýsingar eða ráðleggingar frá vini sínum Kjartani Jónssyni:

„Ég hef aldrei fengið neinar ráðleggingar frá Kjartani Jónssyni, allar ákvarðanir eru teknar á mína ábyrgð og út frá forsendum sem ég var að gefa mér,“ sagði Kristján, sem neitar sök í málinu.“  

„Það er ekki ólöglegt

Að lokum gaf Kjartan Bergur Jónsson skýrslu. Samkvæmt fréttaflutningi Vísis af málinu hafnaði hann alfarið að þekkja nafna sinn Kjartan að neinu ráði.  Þeir hefðu kynnst í flugvél á leið heim frá bardaga Gunnars Nelsonar en ekki haft nein samskipti.  Hann kvaðst ekki hafa vitað að Kjartan starfaði hjá Icelandair.

Kjartan Bergur kvaðst hafa beðið Kristján Georg að aðstoða sig við að gera sambærilega samninga um hlutabréf, þar sem sá síðarnefndi hefði lýst þeim sem góðu veðmáli. Mér leist vel á þetta og langaði að gera eins.“  

Kjartan Bergur tók hluta hagnaðar síns ut í reiðufé, eða fimm milljónir króna. Líkt og nafni hans gerði bar Kjartan Bergur því við að hann hafi viljað geyma peninganna heima hjá sér. Það er ekki ólöglegt“  

Að lokum sagðist Kjartan Bergur eiga erfitt með að skilja ákæruna. Ég skil ekki hvernig ég get átt hlutdeild í því sem hann ráðleggur mér“  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar