fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hafþór Júlíus barðist við aðra fjárfesta um að kaupa eigin íbúð á nauðungarsölu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. september 2018 13:45

Hafþór Júlíus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftlyftingamaðurinn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson, oft kallaður Fjallið, keypti í vikunni eigin íbúð í Kópavogi á uppboði. Íbúðin var sett á nauðungarsölu að ósk fyrrverandi sambýliskonu hans sem liður í fjárhagslegu uppgjöri þeirra í kjölfar sambandsslitanna. Þau keyptu eignina í september 2016 og var  Hafþór skráður fyrir 80% hlut í fasteigninni, 150 fermetra parhúsi í Kópavogi, en hans fyrrverandi 20%. Nauðungarsölunni lauk eins og áður segir með því að Hafþór keypti íbúðina fyrir 66,7 milljónir króna eftir samkeppni við aðra fjárfesta. Stundin greinir frá þessu.

Eins og áður hefur komið fram í fréttum kærði sambýliskonan fyrrverandi Hafþór fyrir frelsissviptingu árið 2017. Um svipað leyti stigu þrjár konur fram í Fréttablaðinu og lýstu  líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi hans. Meðal annars barnsmóðir Hafþórs. Í tengslum við umfjöllunina sagði Hafþór að fréttaflutningur af málinu yrði kærður til lögreglu. „Þetta eru meiðyrði og verður alveg 100 prósent kært.“ Í frétt Stundarinnar staðfestir lögfræðingur Hafþórs að engin kæra hafi enn verið lögð fram.

Í DV í dag kom fram að Hafþór giftist á dögunum unnustu sinni, hinni kanadísku Kelsey Henson. Líkt og DV greindi frá í dag þá undirrituðu hjónin samning sem meðal annars innihélt ákvæði um ásakanir og varnir gegn þeim. Þá var umrædd íbúð auk annarra eigna Hafþórs skráð sem séreign hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar