fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Siggi hakkari sakaður um að hafa falsað bréfið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. september 2018 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AP-fréttastofan greindi í gær frá nýjum leka frá Wikileaks-samtökunum og meðal helstu tíðinda úr þeim leka er að Julian Assange, aðalritstjóri Wikileaks, hafi beðið vin sinn um að sækja um vegabréfsáritun til Rússlands í nóvember 2010. Þá var Assange eftirlýstur af sænskum yfirvöldum vegna meintrar nauðgunar.

Wikileaks svöruðu fyrir þessar fréttir á Twitter og fullyrtu að Assange hafi aldrei sótt um slíka vegabréfsáritun. Það er fullyrt að Siggi hakkari, Sigurður Ingi Þórðarsson, hafi falsað þessi gögn. Wikileaks segir að Sigurður hafi síðan verið dæmdur í fangelsi fyrir að þykjast vera Assange, svikamyllur og barnaníð.

Wikileaks fullyrðir enn fremur að Sigurður hafi dreift þessum sömu gögnum til fjölmiðla á Norðurlöndum fyrir fjölda ára og þá hafi þau ekki verið talin traustsins verð. Sigurður hlaut þriggja ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu piltum árið 2015. Sigurður komst í kastljós fjölmiðla vegna tengsla við Wikileaks og var sakaður um þjófnað frá samtökunum. Þá var hann bandarísku alríkislögreglunni, FBI, innan handar og gaf henni upplýsingar um Wikileaks.

Sigurður Ingi gengur nú laus og starfar núna sem framkvæmdastjóri félags sem rekið er á Reykjavíkurflugvelli, eins og kom fram í umfjöllun DV fyrir skömmu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar