fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Áslaug Arna sökuð um að hafa kallað ekkju hyski: „Ég myndi aldrei láta svona nokkuð útúr mér“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 13. september 2018 20:00

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég myndi aldrei láta svona nokkuð útúr mér og þeir sem þekkja mig vita það,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við ásökun um að hún hafi kallað ekkju hyski fyrir utan skrifstofu sýslumanns.

Þetta segir hún í athugasemd á Facebook þar hún er sökuð um að hafa látið fyrrnefnd orð falla. Jack Hrafnkell Daníelsson bloggari skrifar um málið á síðu sinni og samkvæmt teljara hefur sá pistill verið skoðaður ríflega þrjú þúsund sinnum í dag.

Fyrir viku deildi Áslaug mynd þar sem hún greindi frá fundi sínum við fólk sem stofnaði fjargeðheilbrigðisþjónustuna minlidan.is. Fyrir þrem dögum skrifar Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir athugasemd við þá færslu og segir:

„Ok en afsakið þvílík hræsni Þú sem labbaðir út af sýslumannininum fyrir nokkrum dögum mættir þar vinkonu minni sem var að fara með dánarvottorð mannsins síns þangað og gekkst framhjá henni og segir upphátt og horfir á hana: þetta er ástæðan fyrir að eg fer alltaf út bakdyra megin út af svona hyski þú ættir í alvöru að skammast þín og horfa vel í spegil áður en þú kallar aðra hyski og ert svo að eiga fund með eh frá betri líðan þvílík hræsni“

Áslaug segir þetta alrangt: „Ég sagði ekkert við vinkonu þína þar fyrir utan.“ Jóna Sigurbjörg segir þá á móti að hún hafi ekki sagt það við vinkonuna heldur um hana. „Nei heldur ekkert um hana. Ég myndi aldrei láta svona nokkuð útúr mér og þeir sem þekkja mig vita það,“ segir Áslaug.

Elimar Hauksson, vinur Áslaugar, segist hafa verið með henni á staðnum og að hann geti staðfest að þetta sé rangt hjá Jónu. „Ég var þarna með henni Áslaugu og hún sagði ekkert við þessa konu. Hvorki við hana né um hana. Þú varst ekki þarna svo ég held að þú mættir spara stóru orðin,“ segir Elimar.

Í samtali við DV ítrekar Áslaug að hún myndi aldrei segja þetta um nokkurn mann: „Ég hafna þessu alfarið. Þegar ég gekk út af lögreglustöðunni vorum við þrjú sem þar vorum saman einungis að tala um fallegu rósirnar fyrir utan lögreglustöðina en ekki var minnst einu orði á það fólk sem var þarna fyrir utan.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Gests – „Hann bjó yfir persónutöfrum og manngæsku sem er vandfundin“

Margir minnast Gests – „Hann bjó yfir persónutöfrum og manngæsku sem er vandfundin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sturlungar minnast Guðmundar – „Fengum við að sjá þennan dreng blómstra“

Sturlungar minnast Guðmundar – „Fengum við að sjá þennan dreng blómstra“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grunur um hættulega veirusýkingu í hundum á Egilsstöðum

Grunur um hættulega veirusýkingu í hundum á Egilsstöðum