fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Japan leggur til að draga til baka alþjóðlegt bann við hvalveiðum – Ísland styður tillöguna

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 11. september 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japan hefur lagt fram tillögu á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins að leggja niður bann við hvalveiðum. Fundur ráðsins á sér stað í Brasilíu og stendur til 14 september. Japanir veiddu 333 hvali á síðasti ári í svokölluðum vísindaveiðum. Íslendingar stunda sömu vísindaveiðar og var kvótinn þetta árið 161 hvalir ásamt ónýttum kvóta frá fyrra ári.  Langflest dýr sem báðar þjóðirnar veiða enda annað hvort á diskum Japana eða sem dýrafóður þar í landi. Markaðurinn fyrir hvalkjöt fer sífellt minnkandi og reynist æ erfiðara að koma hvalkjötinu í sölu.

Sendinefnd Japans segir að þetta margra áratuga gamla bann hafi eingöngu átt að vera tímabundið á meðan hvalastofnar myndu ná sér eftir mikla ofveiði. Telja Japanir að margar tegundir hvala séu ekki lengur í útrýmingarhættu og þar að leiðandi megi veiða þær tegundir. Í tillögunni stendur: „Vísindin eru skýr, það eru ákveðnar tegundir af hvölum sem hefur nægjan fjölda til að styðja sjálfbærar veiðar á“.

Margar þjóðir hafa lýst yfir andstöðu sinni gegn tillögu Japana og segja að þó margir stofnar séu ekki lengur í útrýmingarhættu séu þeir afar viðkvæmir. Bandaríkjamenn og Ástralar eru fremstir í að gagnrýna tillögu Japana og sagði Anne Ruston, sendifulltrúi Ástralíu á fundinum að þjóðin trúði því ekki að hvalveiðar væru eitthvað sem ætti að stunda á 21 öldinni. Fulltrúi Nýja Sjálands lét einnig í sér heyra og sagði að Alþjóða hvalveiðiráðið ætti ekki að taka skref afturábak í þessum málum.

Íslenska sendinefndin styður tillögu Japana og í samtali við DV sagði Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi hjá sjávarútvegsráðuneytinu að stefna Íslendinga væri alltaf sú að veiði á hvölum myndi vera gerð á sjálfbæran hátt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Í gær

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Í gær

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld