fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Grunaðir um að hafa stolið 180 þúsund sígarettum úr Leifsstöð

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 10. september 2018 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa stolið allt að 900 kartonum af sígaretttum, eða 180 þúsund sígarettum, úr fríhöfninni í Leifsstöð.

Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum er talið að þjófnaðurinn hafi verið þaulskipulagður. Eru mennirnir grunaðir um að hafa bókað miða til útlanda en ekki farið í flugið, þess í stað hafi þeir farið í fríhöfnina og stolið sígarettukartonum sem þeir komu fyrir í ferðatöskum.

Einn mannanna var með pöntunarlista frá væntanlegum kaupendum í fórum sér.

Rannsóknin, gerð gerð var í samvinnu við tollgæsluna og ISAVIA, er á lokastigi. Húsleit var gerð á höfuðborgarsvæðinu þar sem lagt var hald á þýfi og ferðatöskur fullar af sígarettukartonum. Tveir mannanna hafa komið við sögu lögreglu áður, þrír hafa viðurkennt aðild sína að málinu. Segir lögregla að við skýrslutökur hafi komið í ljós að einhverjir mannanna hafi stundað stórfellt smygl á sígarettum til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar