fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

Viðbjóðsleg aðkoma að salernisaðstöðunni við Grjótagjá

Auður Ösp
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 09:51

Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef við viljum að gestir okkar gangi sómasamlega um þá verðum við að bjóða upp á almennilega þjónustu til slíks,“ segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari í samtali við DV en meðfylgjandi ljósmyndir tók hann af salernisaðstöðu sem komið hefur verið upp við Grjótagjá í Mývatnssveit.

Greint var frá því á vef Morgunblaðsins þann 11. júlí síðastliðinn að búið væri að loka fyrir aðgengi að Kvennagjánni í Grjótagjá. Ástæðan er sóðaleg umgengi ferðamanna.

Í samtali við vefinn sagði Ólöf Hallgrímsdóttir, einn landeigenda að um væri að ræða tímabunda lokun á meðan beðið væri eftir deiliskipulagi fyrir landsvæðið.

Fram kom að umgengnin í hellinum væri oft á tíðum afar slæm. Vinsælt hefur verið á meðal ferðamanna að baða sig í hellinum en á svæðinu er skilti þar sem fram kemur að baðferðir séu bannaðar.

Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson

„Þarna er fólk að hafa hægðir, þvo skóna sína, þvo leirtauið, bursta tennurnar og einnig hafa sumir sofið þarna í gjánni.“

Þá kom fram að búið væri að setja þurrkamra og bílastæði á svæðinu til að reyna að stemma stigu við þessu vandamáli.

Meðfylgjandi ljósmyndir sýna aðstöðuna við Grjótagjá eins og hún blasti við Guðmundi Ingólfssyni á dögunum.  Óþarfi er að lýsa myndefninu nánar en í færslunni gagnrýnir Guðmundur ferðaþjónustuna í Mývatnssveit og bendir á að breytinga sé þörf.

Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson

„Ég kom þarna sunnudaginn 12.8.18 og sá kamar og rauðbleikan bauk til að greiða í fyrir þægindin og gerði svo og síðan blasti þjónustan við mér.

Rétt er að vara við myndum þessum eins og þeir segja í sjónvarpinu. Mikill ferðamannastraumur er við Mývatn og líklega hafa heimamenn þénust af en þá þarf líka þjónustu.“

Sama sagan á Þingvöllum

Í frétt DV á dögunum var einnig greint frá afleitri salernisafstöðu fyrir gesti á Þingvöllum. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá salerni sem eru yfirfull af mannaskít og pappír.

Í samtali við DV segir rútubílstjóri sem tók myndbandið, að aðstaðan sé svona alla daga, ekki sé um tilfallandi ástand að ræða. „Þetta er magnað að upp í toppi eru salerni þar sem kostar 200 kr. fyrir mann. Samt erum við að borga rútugjald fyrir hverja rútu, 1.500-3.000 kr. Einu fríu salernin hér eru þessir kamrar og þau eru alltaf yfirfull og ég hef aldrei séð starfsmann fara þar inn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Í gær

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Í gær

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn