fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Ókyngreind salerni Reykjavíkurborgar virðast brjóta gegn reglum Vinnueftirlitsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. júlí 2018 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að öll salerni fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar verði gerð ókyngreind frá og með haustinu. Kemur þetta fram í tilkynningu frá borginni. Í tilkynningunni segir meðal annars:

„Með því að hafa salerni öllum opin og sér klefa þar sem það á við er komið til móts við þarfir margra hópa eins og trans og intersex fólks og barna, foreldra fatlaðra barna í fylgd foreldris af gagnstæðu kyni og einnig myndu sér klefar nýtast fólki með heilsufarsvanda eins og t.d. stóma.“

„Markmið samþykktarinnar er að draga úr fordómum og skapa betra aðgengi allra að samfélaginu í sinni víðustu mynd.

Mannréttinda- og lýðræðisráð bókaði um málið:

Að um leið og ráðið ítrekar mikilvægi tillögunnar er skorað á þær einingar sem koma að uppbyggingu og viðhaldi eigna borgarinnar auk viðeigandi fagráða, að við uppbyggingu nýrra mannvirkja borgarinnar sem og við breytingar og aðrar framkvæmdir sé þess gætt að salernis-, sturtu- og búningsaðstaða sé eins ókynbundin og frekast er unnt. Þannig telja fulltrúarnir að vinna megi gegn mismunun og tryggja að fleiri geti nýtt sér þjónustu borgarinnar.“ 

Reglur Vinnueftirlitsins kveða á um kynjaskipt salerni

Í reglum Vinnueftirlitsins um húsnæði vinnustaða er hins vegar kveðið á um kynjaskipt salerni. Þar segir í kafla um snyrtiherbergi, salerni og þvagstæði:

„Þar sem að staðaldri starfa fleiri en 5 karlar og 5 konur skulu salerni og snyrting fyrir hvort kyn aðgreind.“

Miðað við þetta ákvæði býtur samþykkt Mannréttinda- og lýðræðisráðs gegn reglum Vinnueftirlitsins um salerni á vinnustöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“