fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Litaleikir Hannesar

Fréttir

Ók á vegg eftir tilraun til að leggja í stæði fyrir fatlaða

Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 16. júlí 2018 10:37

Mynd/logreglan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku slösuðust alls níu vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á á höfuðborgarsvæðinu.

Í byrjun síðustu viku var bifreið veitt eftirför um miðborgina beggja vegna Lækjargötu og síðan stöðvuð á Öldugötu eftir árekstur við tvær bifreiðar á leiðinni. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Fernt var flutt á slysadeild.

Á miðvikudaginn var bíl svo ekið á húsvegg við Réttarháls eftir að ökumaðurinn hafði ætlað að leggja þar í stæði fatlaðra. Farþegi í bílnum var fluttur á slysadeild.

Lögreglan hvetur ökumenn til að fara varlega. „Sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“
Fréttir
Í gær

Bátur strandaður á Jökulfjörðum

Bátur strandaður á Jökulfjörðum
Fréttir
Í gær

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum
Fréttir
Í gær

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“