fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Beauty tips logaði og slátraði Jóhannesi – „Tugir kvenna voru að jarða mig lifandi“

Hjálmar Friðriksson, Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 16. júlí 2018 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Geir Hilmisson var um helgina harðlega gagnrýndur af notendum Facebook-hópsins Beauty Tips eftir að samskipti sem skrifuð voru á síma hans til konu innan hópsins voru gerð opinber. Samskiptin, sem áttu sér stað í gegnum stefnumótasíðuna Tinder, fóru mikið fyrir brjóstið á notendum Beauty Tips en þar eru einungis konur leyfðar. Það átti svo eftir að koma á daginn að ekki var allt sem sýndist en málið allt hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir Jóhannes.

Með færslunni má sjá mynd af Jóhannesi sem er 23 ára gamall en hann er ýmist sagður andlega veikur eða einfaldlega aumingi með lítið typpi fyrir að kalla umrædda konu hval. Samskiptin má sjá hér að neðan. Í Beauty Tips færslunni er fullyrt að Jóhannes hafi lent í svokölluðu „facerape“, það er að segja að vinur hans hafi komist í síma hans og skrifað skilaboðin.  Hann staðfestir það í samtali við DV.

Jóhannes segir að félagi sinn sem var kominn vel í glas hafi skrifað skilaboðin ófögru. „Í stuttu máli, það sem gerðist er að við vinirnir vorum á leiðinni að sækja vin okkar áður en við fórum niður í bæ. Ég var að keyra og leyfði vini mínum að vera á Tinderinu mínu á meðan. Hann var búinn að fá sér aðeins að drekka og endaði í algjöru rugli. Hann sendi glötuð skilaboð til ákveðinnar stelpu sem voru algjörlega út í hött,“ segir Jóhannes.

Skilaboðin sem vinur Jóhannesar sendi

Samskiptin á Tinder

Hann: Ertu hvalur eða stelpa?

Hún: Hver særði þig?

Hann: Þú…

Hún: Elskar mamma þín þig ekki svo þú þarft að niðurlægja konur í gegnum Tinder í von um að fá athygli?

Hann:  Vont fyrir augun að horfa á land hval…

Hörð viðbrögð

Innleggið fékk vægast sagt hörð viðbrögð innan Beauty Tips og féllu þung orð. „Hahaha þvílíkur aumingi! Þori að veðja að hann sé með lítið typpi og ljótt!,“ skrifar ein kona. Önnur kona segir einfaldlega: „Ég myndi bara gefa honum high-five í andlitið. Með stól.“

Ein kona telur hann andlega veikan. „Æi sumir eiga bara svo erfitt andlega að þeir hegða sér svona. Þessi er augljóslega eitthvað heftur,“ skrifar konan. Sú var ekki sú eina sem taldi eitthvað að manninum. „Í guðs bænum ekki láta fávita særa þig! Þessari manneskju líður greinilega mjög illa. Ég þoli ekki fólk sem hagar sér svona. Það á ekki að svara svona liði það er ekki þess virði að eyða orðum eða orku í! Ef ég væri mamma hans þá myndi ég flengja hann, ég sver það,“ segir sú kona.

Fljótlega fóru þó sumar konur að velta fyrir sér þeim möguleika að þetta væri ósmekklegt grín annars aðila, svokallað „facerape“. „Ég þekki manninn og hann er alger ljúflingur. Klárlega vinur að fokkast og þó mér þyki þetta ALLS EKKI í lagi að segja svona við fólk er bara leiðinlegt að hann yrði tengdur við þetta,“ skrifar ein.

Eittt af mörgum ljótum kommentum

Fullyrt að vinur beri ábyrgð

Sumar telja þó að það breyti engu. „Hversu klassískt er að klína því á félaga sinn að hann hafi pósta/skrifað, þegar maður áttar sig á að maður er búin að skíta upp á bak. Furðulega margir sem gera þetta um leið og eitthvað svona verður public,“ skrifar ein.

Önnur telur að konurnar á Beauty Tips hafi lagst á sama plan og sá sem skrifaði skilaboðin, hvort sem það var sá sem var undir nafni eða félagi hans: „Eigið flott laugardagskvöld að leggjast á sama plan og gaurinn sem skrifaði skilaboðin til stelpnanna.“

Kona nokkur fullyrðir að vinur mannsins hafi skrifað skilaboðin: „Þetta var víst alveg 100% vinur hans sem gerði þetta, það gerir hann samt ekki alsaklausan að mínu mati, hann ætti þá ekki að eiga svona ógeðslega vini og passa betur upp á eignir sínar.“

Líkir meðlimum Beauty Tips við ofbeldismenn

Ekki voru allir á eitt sáttir við viðbrögð hópsins. Ein þeirra er Sigrún Dóra Jónsdóttir, íbúi í Keflavík, sem birti ummælin sem látin voru falla um Jóhannes á Facebook-síðu sinni. Þar segist hún dauðskammast sín fyrir að tilheyra sama kyni og þessar konur. Þá líkir hún þeim konum sem tjá sig um málið við alræmda ofbeldismenn. 

Færsla Sigrúnar Dóru:

Í kvöld rakst ég á innlegg í hópi einhleypra þar sem maður var útúðaður og mynd/nafngreindur fyrir allra augum án dóms/laga eða minnsta möguleika á að svara fyrir sig. Upphafsinnleggið var á einni af ótalmörgum kvennasíðum þar sem þær drulla yfir karlmenn í skjóli hvorrar annarar.

Ástæðan? Hann eða einhver sem „trollaði“ hann gerðist sekur um að kalla konur á einkaskilaboðum á Tinder því skelfilega hræðilega nafni HVALUR.

Þar sem að ég er því miður KONA þá hlýt ég að meiga þetta! Til hamingju allar með að vera í mínum huga einir þeir allræmdustu ofbeldismenn sem til eru og ég dauðskammast mín ENN EINU SINNI fyrir það eitt að tilheyra sama kyni.

Sigrún segir í samtali við DV henni hafi ofboðið þessi viðbrögð. Þessir kvennahópar eru oft á tíðum ekkert annað en ofbeldisárásir á þá sem hafa engan möguleika á að svara fyrir sig,“ segir Sigrún.

Hún segir málið vera skýrt dæmi um hegðun sem ekki á að viðgangast. „Að fullorðið fólk skuli haga sér svona. Ég neita bara að sætta mig við að sé í lagi, þetta er hefnigirni á hæsta stigi,“ segir Sigrún. Sigrún var síðan sjálf gagnrýnd af öðrum konum fyrir að birta færsluna og hún væri í raun að leika sama leik og konurnar í Beauty Tips hópnum. Hún hafi birt skjáskot þar sem mátti sjá nöfn stúlknanna en nafn Jóhannesar hafi verið falið.

Fékk mörg niðrandi skilaboð

Jóhannes segist ekki hafa frétt strax af þræðinum í Beauty Tips, þar sem hann sé eðlilega ekki í hópnum. „Ég komst ekki að því strax, enda ekki meðlimur inn á þessum hóp. Tugir kvenna voru að jarða mig lifandi, og sumar þeirra voru einfaldlega að reyna láta mig líta eins ílla út og mögulega hægt var. Ég las yfir tug kommenta um mig sem voru innihaldslausar lygar frá fólki sem ég kannast ekkert við. Þegar loks það var farið að berast að ég hafi ekki sent þessi skilaboð, þá bættist í umræðuna að ég væri að ljúga og klína þessu á vin minn,“ segir Jóhannes.

Hann segir að sér hafi brugðið þegar hann sá hvað félagi sinn hafi gert. „Þegar ég sá hvað vinur minn sendi og hvað hafði gerst eftir á, sendi ég stelpunni strax afsökunarbeiðni og lét vin minn gera það sama. Þetta hætti samt ekki eftir það, heldur sá ég seinna meir að þessu var póstað í kúrugrúppuna, einhver snappari með nokkur þúsund fylgjendur á að hafa talað um þetta, fólk sem ég hafði ekki talað við í mörg ár var farið að hafa samband og einnig fullt af niðrandi skilaboðum og vinabeiðnum frá fólki sem ég þekki ekki. Síminn minn var einfaldlega á fullu,“ segir Jóhannes.

Hann segist þó að hann hefði átt að passa betur upp á síma sinn. „Að því sögðu þá ber ég að sjálfsögðu einhverja ábyrgð á þessu. Ég hefði átt að passa betur upp á símann minn og þykir mjög leiðinlegt að þessi skilaboð hafi verið send, enda á enginn að þurfa að fá svona skilaboð. Vil ég enda á að biðja stelpuna aftur afsökunar, en hún á ekkert annað en hrós skilið fyrir að láta ekki vaða svona yfir sig, á sama tíma og að hafa fyrirgefið okkur svona stuttu eftir að þetta gerðist,” segir Jóhannes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv