fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Sakamálið sem Þjóðverjar skilja ekki – Af hverju þurftu 10 manns að deyja?

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 15. júlí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. september 2000 var Enver Simsek staddur í blómabúð í Nuremberg. Hann var vanur að koma með blómasendingar til blómasalans en hann var í fríi og Simsek hafði tekið að sér að sjá um verslunina á meðan. Á tímabilinu frá 12.45 til 14.15 var hann skotinn átta skotum úr tveimur skammbyssum. Kúlurnar hæfðu hann víða um líkamann.

„Ég sá lítil blóðug göt í andliti hans. Lítil, lítil göt. Ég byrjaði að telja – og sá sífellt fleiri, þeim mun nær sem ég kom. Um allan líkamann. Þá vissi ég að þessu var lokið.“

Þetta sagði sonur Simsek síðar. Enver Simsek komst ekki aftur til meðvitundar og lést tveimur dögum síðar. Þetta morð var upphafið að morðum, ofbeldi og ránum víða um Þýskaland. Á bak við þetta stóð nýnasistahópurinn Nationalsozialistischer Untergrund (NSU) en einnig leikur grunur á að hann hafi staðið fyrir sprengjutilræðum. Sem betur fer voru meðlimir hópsins ekki margir heldur einungis þrír. Það liðu tíu ár og níu mannslífum lauk áður en lögreglunni tókst nánast fyrir tilviljun að komast á slóð hópsins.

Flest fórnarlömb hópsins voru eigendur lítilla fyrirtækja. Þeir voru  skotnir til bana um hábjartan dag af stuttu færi með CZ83 skammbyssu með hljóðdeyfi. Hópurinn beindi sjónum sínum aðallega að innflytjendum frá Tyrklandi en einnig voru Kúrdar meðal fórnarlambanna sem og einn Grikki og einn Þjóðverji.

Næsta fórnarlamb hópsins var Adburrahim Özdogru en hann var skotinn tveimur skotum í höfuðið þann 13. júní 2001. Morðvopnið var það sama og var notað á Enver Simsek. Özdogru var að leysa af í verslun í Nuremberg þegar hann var myrtur. Það var vegfarandi sem uppgötvaði að hann hafði verið myrtur.

Aðeins 14 dögum síðar var Süleyman Tasköprü skotinn til bana í grænmetisverslun sinni í Hamborg. Enn var sama byssan notuð. Í lok ágúst var röðin komin að Habil Kilic en hann var skotinn til bana í grænmetisverslun sinni í Münich.

Nú bar svo við að hópurinn framdi ekkert morð í tvö og hálft ár, svo vitað sé. En í febrúar 2004 var Mehmet Turgut skotinn til bana í Rostock. Hann var þar í heimsókn en hann bjó í Hamborg. Lögreglan tengdi því morðið á honum við morðið á Tasköprü. Þann 9. júní 2005 framdi hópurinn þriðja morðið í Nuremberg. Nú var það Ismail Yasar sem var skotinn til bana á kebabstað sínum. Þann 15. júní var Theodoros Boulgarides síðan myrtur í verslun sinni í Münich. Hann var grískur.

  1. og 6. apríl 2006 myrti hópurinn Mehmet Kubasik og Halit Yozgat í Dortmund og Kassel. Báðir voru skotnir í höfuðið eins og flest fórnarlamba hópsins.

Þann 25. október 2007 var lögreglukonan Michéle Kiesewetter skotin til bana þar sem hún sat í lögreglubíl ásamt starfsfélaga sínum. Hann var skotinn í höfuðið en lifði af. Ekki er ljóst af hverju hópurinn réðst á lögreglumennina en getgátur hafa verið uppi um að það hafi verið vopn þeirra sem freistuðu ódæðismannanna. Skammbyssur lögreglumannanna voru að minnsta kosti teknar af þeim og fundust ekki aftur fyrr en í nóvember 2011.

Beate Zschäpe í réttarsal. Í vikunni var hún dæmd í ævilangt fangelsi fyrir sinn hlut í voðaverkunum.

Loksins komst lögreglan á sporið

Á öllum þessum árum stundaði hópurinn einnig rán til að verða sér úti um fé. Eins ótrúlega sem það hljómar þá tókst þýsku lögreglunni ekki að tengja morðin eða ránin saman. Gengið var út frá því að glæpagengi innflytjenda væru að verki. Ein aðalástæðan fyrir þessu er að ríki Þýskalands eru hvert og eitt með sína eigin leyniþjónustu og þær eiga ekki í miklum samskiptum sín á milli og skiptast þar af leiðandi ekki mikið á upplýsingum.

Það var þann 4. nóvember 2011 að tveir menn, Uwe Mundlos og Uwe Böhnhardt, rændu banka í Eisenach. Lögreglan hafði uppi á þeim í húsbíl en þegar lögreglumenn nálguðust hann heyrðust tveir skothvellir og skömmu síðar braust eldur út í húsbílnum. Lögreglan telur að Mundlos hafi skotið Böhnhardt, því næst hafi hann kveikt í bílnum og síðan skotið sjálfan sig.

Samverkakona þeirra, Beate Zschäpe ók um austan- og norðanvert Þýskaland næstu daga en gaf sig fram við lögregluna þann 8. nóvember.

Stuðningsmenn öfgasamtakanna.

Réttarhöldin

Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir undanfarin fimm ár, með hléum þó. Zschäpe vildi nær ekkert segja við réttarhöldin en hún hefur aðeins tekið til máls tvisvar sinnum til þessa. Í síðara skiptið, í síðustu viku, sagði hún að hún styðji ekki lengur málstað þjóðernissinna og fordæmdi illvirki þeirra Mundlos og Böhnhardt. Hún sagði að hún hefði verið of veikburða til að geta yfirgefið þá.

Fá svör hafa fengist við réttarhöldin og almenningur er engu nær um af hverju einmitt þetta fólk var skotið til bana. Fólk hefur spurt sig hvernig þetta gæti gerst í landi sem hefur reynt að gera upp fortíðina og glæpi nasista. Einnig hefur það vakið miklar umræður hvernig hópi nýnasista tókst að aka um Þýskaland, myrða fólk og ræna pósthús og banka án þess að lögreglan eða leyniþjónustur uppgötvuðu það.

Vitað er að þremenningarnir hölluðust að nasisma strax á yngri árum. Þau áttu til að ganga í einkennisbúningum SS og láta til sín taka í orði. Við leit í bílskúr, sem Zschäpe hafði á leigu árið 1998, fannst 1,4 kg af TNT sprengiefni, rörasprengjur, vegabréf og áróðursrit hægriöfgamanna. En þremenningarnir létu sig hverfa af yfirborði jarðar og lögreglan fann þá ekki aftur fyrr en 2011 eins og fyrr sagði.

Beate Zschäpe var á miðvikudaginn dæmd í ævilangt fangelsi fyrir sinn hlut í voðaverkunum. En þrátt fyrir að dómur sé fallinn eru Þjóðverjar litlu nær um hvað rak þremenningana áfram og hvernig svona illska getur grafið um sig í hjörtum ungs fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar