fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Maður sóttur í Reykjadal

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 14. júlí 2018 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fyrir stuttu vor björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út vegna göngumanns sem slasaði sig á gönguleiðinni í Reykjadal ofan Hveragerðis. Ekki er um alvarlega áverka að ræða en viðkomandi er þó ekki göngufær. Björgunarsveitarfólk er á leið á staðinn og mun búa um áverkann og bera viðkomandi til byggða.

Nokkuð hefur verið um útköll hjá björgunarsveitum síðasta sólarhringinn.

Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum sótti í gærkvöldi slasaðan göngumann í Geldingafellsskála  norðaustan við Vatnajökul. Ekki var um alvarlega áverka að ræða en viðkomandi þó ekki göngufær. Um talsverða vegalengd er að ræða og komu björgunarmenn því ekki með viðkomandi til byggða fyrr en snemma morguns.

Björgunarsveitin Þingey fór í gærkvöldi og aðstoðaði ferðalanga sem fest höfðu bíl sinn stutt frá Réttartorfu við Sprengisandsleið. Ekkert amaði að þeim en þeir voru inn í bílnum út í miðri á er björgunarmenn komu að þeim. Var bíllinn dregin upp úr ánni og á þurrt.

Björgunarsveitir á hálendisvakt hafa einnig síðasta sólarhringinn sinnt nokkrum ferðalöngum sem fest hafa bíla sína í straumvatni eða drullu. Rétt er að benda á að í rigningatíð geta ár breyst hratt og því ætíð betra að leita upplýsinga um aðstæður áður en lagt er af stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hörður Sigurgestsson er látinn

Hörður Sigurgestsson er látinn
Fréttir
Í gær

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Í gær

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við
Fréttir
Í gær

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“