fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Sebastian á bílaleigunni er fundinn: „Hef ekki lent í neinu þessu líku“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sebastian, sem sló í gegn á tónleikum bresku poppsöngkonunnar Jessie J á miðvikudagskvöld, er fundinn. Eins og DV greindi frá talaði söngkonan mikið til salsins milli laga og leyfði aðdáendum að spreyta sig með hljóðnemann. Einn þeirra sem lét ljós sitt skína var Sebastian sem söng eins og engill við miklar undirtektir salsins. Ekki var laust við að stórstjarnan Jessie roðnaði örlítið þegar hann söng beint til hennar.

DV auglýsti eftir Sebastian og nú er hann fundinn. Hann heitir Arnar Sebastian Gunnarsson, 31 árs  og úr Árbænum en er nú búsettur í Keflavík.

„Ég er mikill aðdáandi Jessie J, sérstaklega vegna raddbeitingu og söngtækni hennar“ segir Sebastian í samtali við DV.

Hvernig leið þér þegar þú fékkst míkrófóninn í hendurnar?

„Bara eins og í sturtunni heima hjá mér.“

Varstu eitthvað hikandi?

„Leyfðu mér að hugsa aðeins… Neibb.“

Hæfileikarnir eru ekki aðeins meðfæddir heldur hefur Sebastian iðkað söng og lært í Tónlistarskóla Félags íslenskra hljómlistarmanna. Hann hefur líka sungið á nokkrum tónleikum til dæmis með hljómsveitinni Hátveiro Genesis sem flytur lög eftir hina goðsagnakenndu bresku sveit Genesis.

„Ég elska að syngja og myndi vinna við það ef ég gæti það“ segir Sebastian og hver veit nema honum berist einhver tilboð eftir frammistöðuna á miðvikudagskvöld.

Hvernig fannst þér tónleikarnir?

„Þetta voru frábærir tónleikar, hún Jessie er snillingur. Ég hef ekki lent í neinu þessu líku, þetta var mjög gaman.“

Hér er myndband af tónleikunum. Söngur Sebastians byrjar á mínútu 4:25.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“